Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 4
fugli, þótt hún vissi að hann væri að flytja vini hennar, ættmenn og kunningja til öruggs undan- komustaðar. Hún vildi vera kyrr, þótt akrar hyggð- ar hennar lægju endalaust undir árásum óvinanna. Henni duldist ekki eitt augnablik ,að ákvörðun hennar að vera kyrr, væri lífshættuleg. Hún vildi vera kyrr, vegna þess að hún varð að gera það. Gnýr hreyflanna fyllti loftið á ný með ofhoðs- legum hávaða. Því næst lyfti stóri fuglinn sér upp í blátært og sólheitt loftið. Eftir stóð, og enn í sömu sporum, einmana ung stúlka í mannlausu og hrundu þorpinu. Unga stúlkan gengur loks hægum skrefum út á rústahaug nokkurn og mænir opnum augum á eftir flugvélinni, þar til hún hverfur út í fjarskann. Hún vissi, að hún mundi aldrei sjá þessa flug- vél framar. Ekki heldur nágranna sína né andlit ættingja sinna, sem þarna hurfu út í fjarlægðar- blámann. Sárast saknaði hún litlu systur sinnar, sem hún lét í arma móðursystur sinnar til umsjár og varðveizlu. Hún varð að rífa sig upp úr þess- um harmþungu hugsunum. Það gilti alveg sama fyrir hana og hina sem fóru. Hún varð að flýta sér á brott, til leynistaðarins. Allir þessir yrktu akrar, er lágu umhverfis hana, lágu nú auðir, sumir eyddir. Hún hugsaði sér að hverfa út á þessa akra seinna meir, þegar hún fengi tóm, til að safna sér ofurlitlu korni þar og nokkru af berjum á hinum staðnum. En einu kúna, sem lifði á þessum hart-herjaða stað, skyldi hún leiða á braut með sér. Ilún skyldi sjá henni fyrir vatni að drekka, og reyna að leyna henni með sér á leynistaðnum. Mjólkurdropinn úr þessari mögru og soltnu skepnu, mundi geta orðið lífsbjörg hennar fyrst um sinn. Hún sá það fyrir hugarsjón- um sínum, þegar hún væri að kreysta þessa slepju- legu spena kvölds og morgna, sér til lífsframfæris. Hún hugsaði sér að leita uppi litla, græna gras- bletti, og vökva þá með vatni í breiskju sólarinn- ar. Á þessa bletti ætlaði hún að beita kúnni. Það var lífsnauðsyn fyrir hana að lialda lífinu í henni, því að það var sama og að halda lífinu í sjálfri sér. Meðan hún silaðist áfram með kúna við hlið sér, með miklum erfiðismunum og varfærni, lægðust hægt og hægt æsiöldur huga hennar gagnvart ógn- um stríðsins. Það fannst hvort sem var ekkert meira fvrir óvinina að gereyða. Hún var aðeins ein eftir og -— hann sem hún vildi ekki yfirgefa. Hermenn- irnir mundu sjálfsagt ekki eyða fleiri íkveikju- sprengjum á þetta land, en orðið var. Sá tími var liðinn. En sá tími var líka liðinn, að nokkur von væri framar um það, að einhver kæmi í heimsókn til þessa yfirgefna landshluta. Það var meira að segja vonlaust að nokkur manneskja kæmi af til- viljun á þennan gereydda stað. Einu sinni fyrir alllöngu hafði ókunnur inaður komið til þorpsins hennar. Þorpsbúar sögðu um hann, að hann væri guðsmaður. Hann stóð ekki lengi við í þorpinu. Þó mundi unga stúlkan allt sem hann hafði talað við þorpsbúa. Hún trúði orð- um þessa ókunna manns. Og þegar hún spurði sjálfa sig, hvers vegna hún hefði trúað þeim, var svarið, vegna þess að andlit hans vitnaði með sannleika orðanna, sem hann talaði. En ekki að- eins j>að, heldur einnig röddin, málhreimurinn, vitnaði um jiað sama. Hún var Jiví alveg sann- færð í lijarta sínu um jiað að orð hans voru sann- leikur. Og eiit af jiví er ókunni maðurinn sagði, var: „Drottinn hefur umhyggju með ykkur öllum. Þið skuluð trúa orðum Guðs, börnin mín, og ]>ið inunuð öðlast eilíft líf. Jafnvel ]jó líkamir okkar deyi í dag, munu sálir okkar lifa í himninum. Guð elskar okkur öll, einnig þá minnstu. Trúið á Guð! Þá munuð þið ekki deyja en öðlast eilíft líf.“ Hún minntist þess, unga stúlkan, hve henni höfðu fundizt þessi orð einkennileg. Hitt mundi hún líka jafn vel, hve sannleikans hljómur hafði verið skýr í þessum orðum mannsins. Þess vegna greyptust þau svo djúpt í hjarta hennar undireins, er hún heyrði þau, og gleymdust henni aldrei síðan. Hún hafði óstjórnlega þrá eftir því að fá að vita meira um Jietta mikla mál. En jafnvel fyrir þessa litln þekkingu, sem hún hafði fengið, fannst henn'i hún liafa fengið svar við mörgum spurning- um sínum. Þessar spurningar höfðu oft leitað að hjarta hennar, ásamt fleirum: Hvers vegna vil ég lifa lengur á jörðinni? Hvers vegna reyndi hún að leyna sér? Hvers vegna vildi hún lifa? Hvers vegna lét hún litlu systur sína í arma móð- ursystur sinnar til varðveizlu? Um þetta hugsaði hún fram og til baka. Og hún komst að þeirri niðurstöðu: Þetta er gangur lífsins — dauðinn hnfði orðið kaldur raunveruleiki í þorpinu henn- 4

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.