Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 26
Það var sænskt voreldakvöld. Sólin liafði verið örlát á birtu og hita þennan dag. Létt sólmóða lá yfir jörðinni, þar sem dimm- blár reykurinn eftir kvöldsins mörgu elda var að dvína og kulna. Fólkið streymdi hvaðanæva til þjóðgarðsins. Það var fyrst og fremst æskufólk, sem kom fót- gangandi til háíiðarinnar. Aðrir komu á reiðhjól- um, sumir í bifreiðum. Af fólksmergðinni að dæma, gæd maður haldið að allir væru að fara þangað. Fólkið skvaldraði og hló ákaflega. Það var sem allir hefðu skilið sorgir sínar eftir heima. Það var komið til þess að fagna komu vorsins. Það ætlaði að hefja gleðskap og dans. Sumir liugð- ust ganga á bak við vegginn og dreypa þar á vín- glasi. Það ætlaði sér að ganga saman út í náttúr- una, tvö og tvö, og hugsa um hamingjuna, sem liggur í því að tveim manneskjum geðjast hvoru að öðru, og fá að vera saman. Æskufólkið sem streymdi í Þjóðgarðinn þetta kvöld, skipti hundruðum. Það hugsaði sér ekki að spara peningana. Það skyldi skemmta sér ríkulega. Það mátti kosta hvað það kosta vildi. Allir stefndu að sama marki. Nei —------- Þarna kom einhver, sem fór aðra leið. Ung stúlka á reiðhjóli stefndi til borgarinnar. Móti straumnum----------- Hún var ljóshærð, bláeygð, brosandi. Tveir ungir menn blístruðu til liennar. Þeir gengu svona tvo metra út á umferðarbrautina og reyndu að lokka hana. En hún sveigði óðara hjólið frá þeim, og hélt för sinni áfram. — En hvað hún var falleg, sagði annar pilt- anna. -— Já, en hún stefnir ranga leið, sagði hinn. — Hún leit út eins og hún gæti verið trúuð, sagði sá þriðji. — Ætli hún sé ekki á leiðinni á eina af þess- um leiðinlegu bænasamkomum, ályktaði hinn fjórði. Síðan hröðuðu þeir allir fiir inn á skemmti- svæðið í Þjóðgarðinum. Þeir höfðu rétt fyrir sér allir fjórir. Þó ekki í einu lilviki. Eva IJolm var lagleg stúlka. Hún var trúuð. Og hún var á leið til kristilegrar samkomu, þar sem eflaust færi fram bæn. En hún var ekki á rangri leið. Runverulega var hún sú eina, sem á þessu andarlaki, var á réttri leið. Hún gekk á móti straumnum, ung, falleg og aðlaðandi. Hún var ein síns liðs, en hún vissi hvað hún vildi. Ef til vill liafði hún hugsað eitt og annað áður en hún tók reiðhjólið sitt fyrir einni klukkustund síðan og liélt að heiman. Henni hafði víst ekki fundizt það, að vera að fara á venjulega sam- komu, að vísu undir beru lofti, á voreldakvöldi, vera eðlilegt fyrir unga stúlku á hennar aldri. En hún hafði ekki viljað grufla lengi yfir þessu. Hún ásetti sér að fara til samkomu safnaðar síns, er haldin skyldi verða á safnaðarhússlóðinni. Þar vildi hún vera og syngja vorið inn. Hvað síðar mundi koma, vissi hún ekki. Ef til vill fengi hún félagsskap við annað ungt fólk, sem væri á sam- komunni og ætti skemmtilegar stundir með því. Meðan fjöldi æskufólks streymdi viðstöðulaust inn á græna velli Þjóðgarðsins, stefndi Eva Holm beina leið til F-kirkjunnar. Hún sté hjólið hraðar en venjulega því að vegurinn til kirkjunnar var fáfarinn. IJún mætti einni og einni bifreið, en all- ar fóru þær í öfuga átt. 26

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.