Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 10
TROLLI NETZSKY WULLF: Frásögn um systurson páfa Höfðum ekkl mynd af systursyninum, svo að við birtum mynd af Páli páfa, en þeir eru sagðir líkir í sjón.. — Frú Trolli Netzsky Wullf er dönsk kona og rithöfundur, búsett I Kauada. Um árabil hefur hún staðið í bréfasam- bandi við okkur og sent bækur og greinar, er hún liefur skrifað. Hún fær líka blöð frá okkur, bæði Aftureldingu og Barnabiaðið, því að hún ies ísienzku. Hún er Hvíta- sunnukona. Eftirfarandi grein hefur hún skrifað og sent til birtingar. Lesendur Aftureidingar munu lcsa grein þessa með athygli. Á. E. Ungur maður reis á fætur frá því að krjúpa. Hann hafði kropið niður í bæn og beðið Maríu mey að gefa sér þann frið, sem hann þráði svo ákaflega. Hann hafði úthellt allri hinni brennandi þrá hjarta síns eftir að fá frið og samfélag við Guð. Tárfellandi hafði hann aftur og aftur snúið sér til hennar, sem var móðir Frelsarans og hin miskunnsama „hiinnadrottning“, eins og kaþólskir menn kalla hana. En einnig í þetta skipti stóð hann á fætur jafn tómur og snauður og alltaf áður. Himinninn hafði ekki svarað bænahrópi hans, og myndastyttan af Maríu mey horfði með líflausum augum á höfuð hans. Juan Bautista Treccani var fæddur á Ítalíu, í trúaðri fjölskyldu. Móðir hans, sem er systir nú- verandi páfa, Páls sjötta, var kaþólskrar trúar og var mjög annt um eilífa velferð barna sinna. Hún kenndi þeim að trúa á kirkjuna sem heilagan stað, þar sem Guð bjó. Frá því að þau voru lítil höfðu þau kropið við fætur hinna mörgu helgimynda í bæn og tilbeiðslu. Hvað ölium liinum börnunum viðvék, var það Juan Bautista, sem tók kirkjusiðina alvarlegast — þeir voru hans heimur. Frá því að hann var lítill drengur, hafði hann borið þá þrá í brjósti, að komast sem næst Guði. Jafnskjótt og hann óx úr grasi, varð hann kórdrengur. Enginn þótti rækja skyldur sínar með meiri lotningu og auðmýkt en þessi föli, granni drengur. Oft kraup hann í bæn við myndastytturnar af hinum heilögu og Maríu mey — leitandi eftir einhverju, sem liann í innstu fylgsnum hjarta síns áleit að væri hægt að öðlast. En stöðuglega varð hann fyrir vonbrigðum. Hann var ekki eins og aðrir drengir, sem höfðu íþrótlir og leiki í fyrsta sæti. Nei, hann leitaði Guðs heilshugar — en án þess að finna hann nokkurntíma. Þegar hann stækkaði, varð það æðsta ósk hans að vígja líf sitt Guði, sem prestur. Hann talaði við föður sinn um þetta. Honum leizt ekki á þessa ráðagerð og sagði nei. En svo auðveldlega varð hinum unga Treccani ekki þokað frá því, sem hann áleit vera vilja Guðs með líf sitt. Iljá móður sinni fann hann næman skilning, og þegar hann hóf vinnu í görðum í nágrenninu, til þess að vinna sér inn peninga til menntunar, lét hún renna til hans eins mikið og hún gat án verið. Hún gat ekki hugsað sér betri framtíð fyrir 10

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.