Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 9
lömbum. Á komandi hausti er ekki búizt við að nokkru einasta lambi verði lóað. Þau fáu sem lifað hafa, er nauðsynlegt að lifi, til þess að bæta í skörðin. (íslendingar, sem ferðuðust til Grænlands í sumar, hafa skrifað um það, að af 40.000 fjár, sem var þar í byggðinni umhverfis Narssak hafi aðeins 15.000 lifað af, illa á sig komið. Þýð). Ofdrykkjan hefur ægilegt vald yfir Grænlend- ingum. Af þessu böli leiðir svo annað böl, að fólkið verður agalaust. Bakkus er heiðraður í liverju sam- sæti. Þegar fermt er, eru veizlur svo að segja alls staðar í Narssak. Fólk kemur ekki til vinnu sinnar marga daga í röð. í einu heimili entu ein veizlu- höld með því, að lögregluþjónn, sem ætlaði að stilla til friðar, stórslaðaðist. Páll hefur verið mikið gleðiefni fyrir okkur hér. Hann kom kvöld eftir kvöld, samkomu eftir sam- komu. Hann las Biblíuna sína í heimilinu af hinni mestu kostgæfni og iðkaði bænina af alvöru. Hann játaði trú sína alls staðar og vitnisburður hans var brennandi. Gleðin varð mikil í hjarta hans og kring- um liann. Margsinnis vorum við slegin undrun yfir þeirri þekkingu, sem hann hafði fengið í orði Guðs á svo stuttum tíma. Hann sagði oft við okkur, að hann hefði orðið svo óskiljanlega hamingju- samur, þegar hann fór að iðka bænina af alvöru. Áður vissi hann ekki hvað hamingja var. Faðir hans og móðir drukku bæði ákaflega. Sjálfur var 'hann fallinn fyrir þeim sama bölvaldi. En dag einn féll ljós hjálpræðisins á veg hans. Hann frels- aðist. Þá var búið með drykkjuskapinn. Þvílík gleði sem það var fyrir okkur, að sjá hvílíkum framförum maður þessi tók í þekkingunni á Kristi. Óðara fór hann að taka félaga sinn með sér á sam- komurnar, og Orðið virlist fara strax að verka á hann. Allt var svo bjart og yndislegt. Svo var það dag einn í júlímánuði að hann varð skyndilega sjúkur. Fyrst var lialdið, að hann hefði fallið fyrir bölvaldi vínsins og svo hefði hann fallið í þungan svefn. En tveim dögum síðar kom það sanna í ljós. Hann hafði fengið heilablæðingu. Ég heimsótti hann á sjúkrahúsið; hann var fárveikur. Ég bað við rúm hans. Hann reyndi að spenna greip- ar til bænar, en gat það ekki Mátturinn var þorr- inn. Litlu seinna var hann sendur til Danmerkur. Þar á liann að ganga undir höfuðskurð. Biðjið með okkur fyrir þessum unga manni. Stig Oberg segir frá því að kona hans hafi fætt þeim þriðja barn þeirra. Þau áttu tvær dætur fyrir. Um klukkan sjö var ég kominn upp á sjúkra- húsið. Eftirvæntingin var mikil. Klukkan fimm mínútur yfir sjö, opnuðust dyrnar og ljósmóðirin kom fram á ganginn og sagði: „Meybarn!“ 30 mínútum síðar stóð ég við rúm konu minnar. Rut var eins og hún væri að vakna af endurnærandi svefni. Eftir hálfan annan sólarhring fékk ég orð um það, að sækja hana á sjúkrahúsið, því að svo brýn þörf væri að rýma fyrir öðrum. Og þar sem Rut væri frískari en allar aðrar, þá yrði lnin að rýma fyrr en aðrar. Þegar hún fór, var grænlenzk kona komin að því að deyja, sem fæddi jafnt henni. Sú kona hafði verið allinikið drukkin, er hún kom inn á fæðingardeildina. Þegar Lillan var 5 daga gömul, hringdi dyra- bjallan snemma morguns. Við dyrnar stóð okkar grænlenzka trúsystir, Jóanda. Hún er lifandi vitni um það, hvernig Jesús getur umbreytt mönnunum. Fólk hefur sagt okkur, hve óskaplega hún drakk og svallaði margvíslega áður. Með frelsinu varð hún gersamlega önnur manneskja. Jafnvel heilsa hennar, sem var mjög bágborin áður, hefur orðið ný eins og sál hennar. Jóanda er hjá okkur núna, og er lil mikillar blessunar. Stig Öberg víkur að því í bréfi sínu, sem gerzt hefur í ísrael, og talar um það í ljósi Biblíunnar. Svo segir hann: — Hvers vegna ættum við, kristið fólk, liina síðustu daga, að láta huga okkur og hjörtu vera upptekin af veraldlegum hlutum. Möguleik- arnir til þess að vinna fyrir Guð, eru senn runnir úr höndum okkar. Minnumst þess, að bara það eitt, sem við gerum fyrir Jesúm Krist, hefur eitthvert verðmæti. Hvar sem við erum, getum við gefið okkur í þjónustu hans, með bæn, fyrirbæn, vitn- isburði, samtölum, dreifingu kristilegra blaða og bóka, og með því að lifa heilshugar fyrir Drottin okkar og frelsara, meðal vina og ættingja. Endir allra hluta er í nánd. . . . Þetta voru nokkrir kaflar úr bréfi Stigs Öberg í Narssak, Grænlandi. 9

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.