Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 31

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 31
ekki hvað hann heitir, að segja: „Nú hefur það borið við — nú hefur það skeð!“ Ég spurði: „Hvað hefur skeð?“ — „Jesús hefur sótt sína!“ Og svo neri hann hendur sínar og hágrét. — „Ég er eftir, ég er eftir!“ „Ég bað hann að liætta þessu rugli, en Jiann bar sig því verr. Það var hræðilegt að hlusta á hann. Já, það voru víst fleiri sem höfðu það á sama hátt. Það var ömurlegt. Ég fór, það verður að minnsta kosti ekki unnið í dag.“ Enn verra var það niðri í bæmnn. Þar var algert umferðaröngþveiti. Sporvagnabílsljórar voru liorfn- ir og einnig venjulegir bílstjórar. Sömuleiðis far- þegar. Sporvagnarnir stóðu í löngum röðum, og vagnar og bifreiðir sem höfðu vagnstjóra, reyndu að’ krækja sig áfram. En fólkið’ var utanvið sig, og hljóp mn kring, leitandi að' sínum nánustu. Liig- reglan var máttvana. Frú Háland grætur, nýr hendur sinar og hleyp- ur heim. Andersonshjónin fara inn. Utvarpið’ er stillt á Bergen. Or öllum áttum er tilkynnt, að fólk Iiafi horfið. Síminn hefur hringt í allan morgun með fyrir- spurnum og tilkynningum um þessa óhugnanlegu atburði. Frá mörgum skipum á höfninni hafa menn horfið. Á í’æðingarstofnuninni hafa öll nýfædd börn horfið', og mæðurnar kveina í örvinglan. Þjónustu- fólkið er óttaslegið, en einnig af því er nokkuð horfið. Á elliheimilinu eru sömuleiðis margir horfnir burtu. Klukkan ellefu tilkynnir útvarpið aftur. Nú frá London. Um níuleytið í morgun fóru skyndilega að’ streyma inn tilkynningar víðs vegar frá í Bret- landi, um fjöldahvörf barna og fullorðinna. Eng- inn hefur fundizt. Allt er þetta einn leyndardómur. Nokkrir prestar hafa kallað sainan söfnuði sína og komizt að þeirri niðurstöðu, að það eru hinir guðhræddustu og bænræknustu meðlimir, sem er saknað'. Einnig er nokkurra presta og prédikara saknað. Biskup í einum hinna stærri sértrúarsafn- að’a, hefur kallað saman presta sína til samkomu í kvöld. Nú eru þrír og hálfur tími liðinn síðan fyrsta tilkynningin kom frá Osló, og það kemur í ljós að stöðugt fleiri og fleiri hafa horfið, frá öllum löndum. Olav Rodge er norskur rna'ður. Ilann var 79 ára gamall, er hann fékk þá athyglisvcrSu opinherun, scm hér segir frá. Ilún er tekin úr „Livets Gang“. Eklci er að efa, aS mörg- um lescndum Aftureldingar muni þykja þetta vera íhugunarvcrS opinbcrun. Les alla grein- ina meS athygli, einnig eftirskriftina. Frá austlægari löndum lítur út fyrir að frá Kóreu séu athyglisverðustu fréttirnar. Þar er tala liinna horfnu áætluð’ ntörg hundruð þúsund. Þar á með'al margir hermenn frá Sameinuðu þjóðunum. Að lýsa slikum atburðum eins og þeir hafa þróazt þessa fyrstu klukkutíma, er ómögulegt. ABir eru skelfingu lostnir. Á götunum hleypur fólk aftur og fram og nýr hendur sínar. Sérstak- lega mæður, sem hafa misst börn sín. En margir spotta og formæla bæði Guði og mönnum. Ein eldri kona stóð á götuhorni með spenntar greipar og horfði upp mót himninum og sagði síðan: „Ó, nei, þar sem við undirbjuggum okkur ekki til að vera tilbúin þegar Hann kæmi, þá verður enginn tekinn ltéð’an af. Drottinn Jesús, hjálpa oss! Nú hefur það skeð. Ég hef verið trúuð allt mitt líf, en ég trúði ekki að’ Hann kænti svo fljótt. Ég hef ekki tekið það svo alvarlega.“ Frá járnbrautarlínunni koma tilkvnningar, bæði frá háfjallalínunni og víðar. Engin raunveruleg slys hafa lient ennþá, aðeins ein lest hefur stoppað’ á Finse, vantar bæði lestar- sljóra og umsjónarntann. Fyrirskipanir eru gefnar til allra linuvarða með- fram brautarlínunni, að leita gaumgæfilega, ef finnast skyldi fólk, sem horfið hefur frá Austur- lestinni. Margra farþega er saknað. Einnig er til- kynnt bæð’i frá fjarð’a- og strandferðaskipunum um horfið fólk. I kvöld kom út nokkrus konar yfirlit í dagblöð- unum. Fólk er hvatt til að vera rólegt og gætið. Lögreglan og yfirvöldin standa í ströngu við að finna út tölu hinna horfnu. Jafnhliða eru vísinda- menn og veðurfræðingar uppteknir í athugunum sínum við að finna út orsök þessa fyrirbæris. 31

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.