Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 49

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 49
HvaS hefur boriS viS? Framh. af bls. 33. eign Jesú Krists. Þá verður þú með þegar Hann sækir sína. Hann vill geyma þig í skjóli á óheilladeginum. Nú hafa menn komizt að' þeirri niðurstöðu, að ekki aðeins kristindóminum verður að útrýma, en þar sem liann hefur uppruna sinn, í gyðingdómin- um, þá verða Gyðingar einnig að útrýmast. Og þrátt fyrir alla pólitíska óeiningu lítur út fyrir að allar þjóðir undirbúi sig fyrir stórárás á Jerú- salem. í ljós kemur að Gyðingar eru sterkir, svo mikið þarf til. En aðalorsökin til þess gífurlega undirbúnings, er öfund meðal hinna stóru. Einn óttast að annar fái of mikið vald, og síðan verður árangurinn hræðilegt blóðbað. Harmagedon. Þá kemur Konungur konunganna, ljónið af Júda í hátign sinni og dýrð. Eftirskrift. Þetta sem ég hef skrifað leið fyrir innri sjónir hetjudáð, sem finnst í allri mannkynssögunni, já yfir hverja frægð og dáð, sem sagan greinir frá eða mennirnir geta hugsað sér. Þannig var fórn hans óendanlega miklu þyngri en nokkurs manns annars. Dauði hans var miklu skelfilegri en nokkur mannleg hugsun getur nokkru sinni skynjað. En jafnframt má bæta J>ví við, að í sama mæli hefur einskis manns dauði borið jafn óviðjafnanlegan ávöxt og orðið til slíkrar blessunar mönnum og mannkyni.“ „Hann var særður vegna vorra synda og kram- inn vegna vorra misgjörða, hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum til þess að vér öðluðumst frið, og fyrir hans benjar nrðum vér heilbrigðir.“ Vinur minn, fyrirlít J)ú ekki annan eins kær- leika og opinberast okkur við dauða frelsarans. Þvi að ef þú gerir það, j)á er engin fórn eftir fyrir þig að falla á, sem afplánað getur synd ])ína í augum Guðs. Annað bvort verður þú að trúa og taka á móti honum í hjarta ])itt, sem dó fyrir ])ig, eða þú munt deyja í syndum þínum og glatast, eilíflega. mínar fimmtudaginn 11. des. 1952, í heimili trú- bróður eins í Bergen. Ég var sjálfur gagntekinn. Mér virtist, sem ég læsi af bók eða litlu blaði. Þetta var mér alls ekki í liuga einmitt þá. Það kom til mín að skrifa þetta niður, en mér virt- ist það ekki vera nein opinberun, og vildi helzt varpa því frá mér, með því að það væri aðeins hugarburöur minn. En ég fékk ekki frið með það. Ég sagði ])á við Guð, að ég gæti ekki munaö þetta allt. — Ef það á að skrifast upp, verður ])ú að gefa mér það aftur. — Síðan liðu tvær vikur. Þá kom það til mín aft- ur. Það var einna líkast að setja sig niður og lesa frásögn af blaði eða bók. Klukkan var 22. Ég greip blýant. Það lá þar gömul sjóðbók, og ég skrifaði til kl. langt gengin í 1. Þá gat ég ekki meira. Ég er á 79. aldursári. Ég bað um að fá hvíld, og ef það væri meira, að Guð vildi þá gefa mér það næsta dag. Ég lagði mig og sofnaði fljótt. Nú leið aftur ein vika. Þá kom það aftur eitt kvöld kl. 22, og í beinu áframhaldi þar sem ég liafði endað. Ef þetta mætti verða til að vekja, þó ekki væri nema eina sál, þá er allt launað. Olav Rodge. S. K. íslenzkaði. Ath. ritstj.: Orð Guðs segir, að allar opinberanir eigi að prófast eftir orði Guðs. Séu þær ckki samkvæmt ]>ví, eigutn við að hafna þeim. En séu þær aftur á móti samhljóða Guðs orði, má vænta þess að þær séu sendar af Guði mönnum til aðvörunar og áminningar. Þegar ritstjóra Aftureldingar var send þessi opinberun, bar hann hana saman við orð Guðs, og komst að þeirri niðurstöðu að hún er sam- hljóða því. Lesendur þessarar athyglisverðu greinar eru vinsamlega beðnir að fletta upp í Biblíunni og lesa Ritningarstaðina sem vísað er til hér á eftir. Getur þá sérhvcr dæmt um það, hvort það sé ekki rétt að opinberunin sé í samhljóðan við Guðs orð. Matt. 24, 37—42; Matt. 25, 1—13; 1. Kor. 15, 51—52; 1. Þess. 4, 13—18. A. E. 49

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.