Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 14
Hinn himneski ríkisborgararéttur Kona, sem verið hefur bœði sjúklingur og starfskona d Ndttúrulœkningahœlinu í Hvera- gerði, skrifar eftirfarandi grein. Ritstj. Það er talið öryggi fyrir útlending, sem setjast vill að í ókunnu landi, að ávinna sér ríkisborgara- rétt. Réltindi þau eru veitt fyrir lilýðni við lands- lög, lög sem gerð eru af œðsta valdi þjóðarinnar. Sá, sem þennan rétt hlýtur, er ekki framar tal- inn vera útlendingur, heldur einn af landsins þegn- um, og það til æviloka. Lengra nær hann ekki sá réttur. En til er annar réttur. Það er ríkisborgara- réttur, sem nær út yfir gröf og dauða, og út yfir alla eilífð. Þessi eilífi ríkisborgararéttur er saminn og ákveðinn af kærleikans, lifanda Guði. Um leið og Guð sendi dýrmætustu eign sína til mannkynsins á þessari jörð, sem var sonur hans, Jesús Kristur, býður hann samtímis öllum mönnum þennan mikla rétt. Ekki aðeins að við megum heita þegnar í hans ríki — Guðsríki, lieldur börn hans, börn Guðs að eilífu. einhverjum, sem hafði reynt það sjálfur. Vitnis- burður, prédikun eða því um líkt. Þá skeði nokkuð undursamlegt. Löngunin til lífsins kom aftur. Ff til vill er von fyrir mig. Og svo köstuðu þe; ái út í þetta úthaf, kærleika Guðs, og þeir fengi. að heyra þessi undursamlegu orð: „Ég afmái afbrot þín sjálfs míns vegna, og minnist ekki framar synda þinna.“ Og þeir fengu að reyna að hjálp- ræði Krists bar þá lengra og lengra frá landi syndarinnar og út á náðarhaf Guðs. Hvílík óvið- jafnanleg hamingja! Og með fagnaðarröddu sungu þeir: „Nú er ég frjáls og frí. Nú er ég frjáls og frí.“ Þetta er reynsla allra þeirra, sem koma í hið rétta umhverfi sitt. Það er lífið í samfélagi við Guð. Signe Ericson. 1 fyrsta kafla Jóhannesarguðspjalls segir svo: „En öllum þeim, sem tóku við honurn, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans.“ Þetta má segja með aðeins íleiri orðum: En öll- um þeim mönnum sem tóku við Jesú Kristi, sem . frelsara sínum í lifandi trú, gaf Guð ríkisborgara- rétt í sínu ríki. Er ég fór að hugsa út í það, hvílíkur undra réttur þetta er, sem Guð lífs míns býður mér, fyllt- ist ég þrá eftir að vita, hvernig mér væri mögu- legt að eignast þennan dýrmæta, eilífa ríkisborg- ararétt. Þess vegna fór ég nú að kynna mér, hvað Heilög ritning hafði að segja viðvíkjandi þessum málum. Einnig fór ég að gefa því gaum, hvað lif- andi trúað fólk hafði að segja. Gegnum þessa at- hugun gaf Guð mér að skilja, að það var hlýðni við orð hans, sem allt vallt á. Alger hlýðni við hans boð. Mér fannst mikið vanta á, að ég væri Guði hlýðin. „Barnaskírn“ var ég skírð daginn eftir að ég fæddist í þennan lieim. Gefur að skilja, að minn eigin vilji réði engu þar um. En eftir að ljós hjálpræðisins kom inn í hjarta mitt, fylltist ég meiri og meiri knýjandi þrá og löngun eftir að fá trúaðra skírn. Þetta varð sérstkalega áberandi síð- ustu fimm árum. Og svo rann upp sú stund, að ég gat ekki beðið með það lengur. Og skírnin kom, eða réttara sagt, ég kom til skírnarinnar. Sú heilaga vígsla er mér svo unaðslegur veru- leiki, að ekkert hef ég lifað slíkt. Skírnin færði mér þennan blessaða frið og fögnuð, sem Drottinn Jesús hefur heitið að gefa: „Minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.“ Mér fannst eins og ég kæmi utan úr ofviðri og inn í öruggt skjól og hvíld. Svo undursamlega stendur Drottinn við öll sín orð, ef manneskjan lýtur honum í auðmýkt og einlægri hlýðni. Með fullvissuna um hjálpræðið og á vegi hlýðn- 14

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.