Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 12
beinni þjónustu Guðs, brást honum. Hann, sem átti að leiðbeina vegvilltum, fann stöðuglega hina andlegu fátækt sína. Guð var eins langt í burtu hér, og heima á Italíu. Það var sama hversu liart hann lagði að sér í þeim málum, sem hann áleit vera Guði vel- þóknanleg. Utkoman var alltaf sú sama, nagandi tómleiki. Hann hafði fyrir löngu gefizt upp á því að vænta hjálpar hjá öðrum prestum, einnig bisk- upnum. Því að nú vissi hann að það var líkt ástatt með þá og hann sjálfan, þeir höfðu ekki heldur öðlazt frið við Guð. Svo var það dag nokkurn, að hann heimsótti kapellu eina spölkorn fyrir utan bæinn. Þar kraup hann niður í bæn til Maríu meyjar. Þegar hann gekk út úr kapellunni, mætti honum Indíáni, sem spurði, hvað hann hefði verið að gera þar inni. Fyrst vildi Treccani ekki svara. Auk þess var hann í pres'skrúða sínum. Gat hann þá játað það frammi fyrir Indíána, að hann hefði verið að leita eftir friði? En svo auðmýkti hann sig og svaraði, að hann hefði verið að biðja Guð, að gefa sér frið. „Það er ekki sá rétti staður að biðja um frið,“ svaraði Indíáninn. „Frið Guðs færð þú aðeins hjá jesú.“ Þessi Indíáni var endurfæddur maður. Hann vitnaði nú fyrir unga prestinum um þann frið og hamingju, sem hann sjálfur hafði fundið i trúnni á Jesúm sem frelsara sinn. Það var í fyrsta skipti sem Treccani heyrði hinn skýra og einfalda, evang- eliska boðskaj) um frelsið í Jesú Kristi og um blóðið, sem hreinsar af allri synd. Hann hlustaði djúpt snortinn. Indíáninn bauð honum að koina á samkonmr þeirra. En það var ekki svo létt fyrir kaþólskan prest, að setjast meðal þeirra, sem hann sjálfur hafði barizt á móti og kallað „afvegaleiðendtir.“ En hann stóðst ekki þetta aðdráttarafl, og dag einn settist hann á aftasta bekk, dauðhræddur við það að einhver veitti sér athygli. Fagnaðarerindið var boðað með eldi og krafti, og Treccani skildi strax, að hér fann hann það, sem hann hafði leitað að og þráð öll árin. Hér var vegur frelsisins útskýrður á svo einfaldan hátt, að öll vera hans sagði já og amen. Þannig er hjálp- ræðisvegurinn lagður, svo stúrkostlegur og yfir- grijjsmikill í tign sinni og eilífu náð. Frelsisverk Drottins Jesú var meir en nóg. Þar var engu mannlcgu við að bæta. Þegar þeir sem óskuðu eftir því að frelsast, voru hvattir að koma fram til fyrir- bæna, hélt ósýnilegt vald aftur af honum. Hann hugsaði um stöðu sína, prestskrúðann, guðfræði- lega menntun —- og þetta urðu svo hlekkir er bundu hann. Hann yfirgaf því sainkomuna án þess að láta frelsast. Sá tími sem nú fór í hönd, var tírni harðrar innri baráttu. Hann var dreginn með ómótstæði- legum krafti að fagnaðarerindinu. I þessari ein- földu og fátæku kirkju kom Guð eins og í mót honum, og bauð honum syndafyrirgefningu og frið — þann frið sem er æðri öllum skilningi. En þá bundn liinir mörgu hörðu hlekkir hann, og hindr- uðu að liann opinberlega tæki skrefið með gleði- boðskapnum. Þessar tíðu heimsóknir í hina evang- clisku kirkju fóru auðvitað ekki framhjá vfir- mönnum hans. Þetta olli þeim vonbrigðum. Hann var kominn til þess að útbreiða kaþólska kcnn- ingu en ekki til þess að liafa samfundi með liræsn- urum. .. . Hann átti í mjög miklu sálarstríði, og það fór vaxandi. Reyndar var hann, þegar til alls kom, bundinn sinni kirkju með taugum kærleikans, og það var stórt skref að yfirgefa hana —- snúa baki við öllu sem hann hafði alizt ujjjj við og hafði verið kennt að elska og virða. I langan tíma reyndi hann að halda sér frá samkomunum. í þess stað hóf hann vinnu sína með vaxandi ákefð. Dag nokkurn skijjulagði hann stóra skrúðgöngu í bænum. Helgilíkneski skyldu borin eftir götun- um, og biskupar og prestar komu til þess að vera viðsvaddir og til að varpa viðhafnarljóma yfir at- höfnina. Götur bæjarins voru þéttskipaðar hátíðaklæddu fólki. Þetta var kærkominn frídagur fyrir það. Þegar Trcccani sá það og virti fyrir sér eftirvænt- inguna, sem hafði gripið fólkið, ætlaði hann að yfirbugast af tómlcika þessa sjónleikjar. Hann vissi fullvel, að það var engin hjálp í því að burð- Framh. á bls. 47. 12

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.