Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 13
Kœrleikshaf Guðs Lítið atvik, scm skeði í Vestmannaeyjum, þegar við hjónin vorum þar, fyrir mörgum árum, varð svo lærdómsrikt fyrir mig. Eins og allir vita, þá byggja margir fuglar hreiður sín í björgunum í Vestmannaeyjum. Og meðal þeirra er svartfuglinn. Á varptímanum er hann önnum kafinn að færa ungum sínum mat. Nef þeirra eru opin af eftirvæntingu, því að þeir eru mjög gráðugir. En svo kemur sá tími að hann yfirgefur þá fyrir fullt og allt. Nú eiga þeir að bjarga sér sjálfir. Þetta er erfitt fyrst í stað, en þegar hungrið sverfur að, eiga þeir ekki annars kost, en að yfirgefa hreiðrið. Hinir litlu flaks- andi vængir þeirra, bera þá niður úr bjarginu, en þá vantar kraft til þess að bera þá upp aftúr. Þá kemur oft fyrir, að sumir villast. Ljósin frá bænum blinda augu þeirra, svo að þeir fara af- vega og lenda út á víðavangi, eða einhversstaðar niðri í bæ. Þá er ekki óalgeng sjón, að sjá börn og unglinga, l)jarga þeim og bera þá til sjávar. Morgun einn, fundum við hjónin lítinn vesaling undir ribsberjarunna, i litla garðinum okkar, fyrir í-unnan húsið „Betel“. Hann var mjög styggur fyrst í stað, en varð dálítið rólegri, er við gáfum honum fisk að eta. Við önnuðumst þennan unga nokkra daga, en hann virtist ekki geta unað sér, þrátt fyrir góða fiskinn, sem honum var gefinn. Hann var fangi. Það var aðalástæða þess. Þá tók- um við þá ákvörðun að bera hann til sjávar. Og með litla skjólstæðinginn okkar í körfu, lögðum við leið okkar til hafsins. Er þangað var komið, tók ég hann upp úr körfunni, og lét liann niður i sandinn við flæðarmálið. Við stóðum álengdar, til þess að sjá hvernig færi. Hann virtist vera mjög sljór og hafði engan áhuga fyrir umhverfinu. Ilann gerði enga tilraun til að nálgast sjóinn. En eflir Iitla stund kom lítil alda og kom svo nærri honum, að vatnið skvettist á fætur hans, svo að þeir blotnuðu. Þá skeði nokkuð undarlegt. Það var eins og liann væri vakinn af svefni, og nú fyllt- ist hann áliuga og framtaki. Áður en við vissum af, hafði hann kastað sér í faðm bylgnanna. Hann synti lengra og lengra í burtu. Við stóðum á strönd- inni og sáum litla svarta depilinn fjarlægast okk- ur meir og meir. Og við skildum orðlausa fagn- aðarkveðju hans: „Nú er fangelsistími minn bú- inn! Ég er frjáls, frjáls, frjáls!“ Nú var liann kominn í sitt rétta umhverfi. Margt æskufólk hefur, eins og fugl þessi, leiðzt afvega og orðið ófrjálst. Það hefur leitað ham- ingju, gleði, frjálsræðis og næringar fyrir sálir sínar. En hinar glæsilegu ljósauglýsingar skemmti- staðanna, hafa blindað þá, svo að þeir finna það ekki, sem Guð liafði ætlað þeim að eignazt Víst er löngun í hjörtum margra enn í dag, eftir ein- liverju göfugra en því sem heimurinn getur veitt. En þeir þekkja ekki, eða vilja ekki, ganga veg- inn sem liggur til betra lífs. Þess vegna fær þessi þrá aldrei fullnægingu. Alltaf er eitthvað sem vantar. Hvað mikið sem leikið er, og drukkið úr bikar skemmtanalífsins, er lífið eins tómlegt og tilgangslaust og áður. Já, það koma stundir, er lífsleiðinn grípur hjörtu þeirra nístandi tökum. Ert þú, kæri lesandi, einn þeirra? Veittu þá þessu athygli! Til er alda frá hinu mikla kær- leikshafi Guðs, sem hefur náð þúsundum og mill- jónum manna, er verið hafa í sömu kringtmistæð- um og þú. Þeir liafa staðið þar vonlausir og þrevtt- ir á lífinu, og fullir af örvæntingu. Þá komust þeir í snertingu við nokkra dropa af kærleika Guðs, sem vakti hugsun þeirra um betra líf. Ef til vill var það minningin um biðjandi móðtir og ham- ingjurík æskuár, eða var það einfaldur sálmur um hjálpræði Guðs, sunginn með hrifningu, af 13

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.