Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 36

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 36
en ákvað samt að halda áfram yfir brúna, er var skammt fram undan. Stormurinn var á móti og hér úti á víðavangi, var erfiðara að ganga en inni í borginni, þar sem skjól var á milli húsaraðanna. En því lengra sem hann gekk, varð hann ákveðn- ari. Alltaf var hann að tala við sinn himneska Föður. En hve allt þetta var einkennilegt. Ef til vill var Guð að reyna hlýðni hans, eins og hann gerði við Abraham. Þegar liann nálgaðist brúna, var að sjá eins og einhver stæði þar í myrkrinu. Er þangað kom, sá hann að það var stúlka. Líklega einhver sem var á leiðinni heim, frá skemmtun, hugsaði hann með sjálfum sér. En um leiö og liann gekk fram hjá henni, kallaði hann svo hátt að rödd hans heyrðist gegn um storminn: „Lyftu augum þínum til Jesú.“ Slúlkan snéri sér undrandi að honum. En live það var undarlegt, að einhver skyldi koma til hennar á þessum tíma sólarhrings, með svo einkennilega kveðju. Hún stóð kyrr eins og hún væri að hugsa um, hvort hún ætti að fylgja honum eftir eða ekki, en þá var hann horfinn út í náttmyrkrið. Hún vissi ekki liver hann var og mundi varla geta þekkt hann aftur, þótt hún mætti honum að degi til. Ilún stóð kyrr litla stund, en fór síðan aftur sömu leið og hún liafði komið. Óli hélt áfram eftir veginum, alla leið að skóg- arjaðrinum, þar sem vegirnir skiptust. Hann bað Guð um handleiðslu, en fannst hann ekki fá nokkurt svar. Vonsvikinn snéri hann aftur heimleiðis. Þetta var þá aðeins misskilningur. Hann ætlaði ekki að segja nokkrum manni frá þessu. Er hann kom aft- ur að brúnni, staðnæmdist hann augnablik, spennti greipar og bað stutta bæn fyrir stúlkunni, sem hafði staðið þar áðan, og gekk síðan heimleiðis. Er lieim kom, fór hann úr fötunum og læddist hálf skömmustulegur inn í svefnherbergið. Honum hafði skjátlast og hann vissi vel að nú mundi verða gert grín að honum, ef þetta kæmist upp. En þetta var samt sönnun þess, hversu létt er að láta skjátl- ast. Mörgum sinnum hafði hann veriö kallaður út á þennan liátt, en aldrei að ástæðulausu, fyrr en nú. Konan lians vaknaði, er hann kom inn, en sagði ekkert. Hún beið eftir að liann byrjaði að segja frá. En í þetta skipti þagði Óli. Og það var löng þögn. „Það var ekkert sérstakt um að vera,“ stundi hann upp að lokum. „Taktu það ekki svo nærri þér,“ sagði hún. „Er það ekki betra að ganga einu sinni út til einskis, en að láta vera að ganga út, og síðan að heyra á eftir, að einhver hafi þarfn- ast hjálpar?“ Óli varð að viðurkenna, að þetta var rétt hjá henni. Hann huggaðist af orðum hennar. IJann liafði svo oft fengið að reyna hjálp Guðs í þessu, að hjálpa öðrum. Svo hvers vegna þurfti hann að vera svo sorgmæddur yfir því, þótt hon- um misheppnaÖist einu sinni. Með þessar hugsaniv sofnaði hann vært. En dagana á eftir, gat hann ekki látið vera að hugsa um þessa nótt. Þessi reynsla liafði samt scm áður ekki breytt trausti lians á Guði. Þvert á móti fór hann að biðja enn þá innilegar um að mega starfa fyrir sinn himneska Föður. Og Guð lieyrði bænir hans. Árin liðu. Heyrnin var farin að dofna, en þrátt fyrir það vildi hann aldrei missa af því að vera á samkomum með Guðs fólki. Hann gladdist yfir því að hafa bráðum náð takmarki lífsins, á göngu sinni á þessari jörð. Kvöld nokkurt, var hann ásamt konu sinni á samkomu. Þegar forstöðumaðurinn hafði lokið ræðu sinni, var orðið gefið frjálst. Þá stóð kona upp, hún var ekki ung. Hár henn- ar var farið að grána, en rödd hennar var skýr og hlý, hún talaði með þeim innileika, að allir, sem voru þarna inni, gripust af orðum hennar. Óli beygði sig fram í bekknum lil þess að hevra betur. „Þegar ég stend hér í kvöld,“ sagði ókunna konan, þá er það fyrir náðarundur, sem ég get aldrei nógsamlega þakkað Guði fyrir. Þegar ég var ung stúlka, var ég komin langt út í syndalífið. Það fór fyrir mér eins og mörgum öðrum, að ein synd- in bauð annarri heim og þannig var líf mitt orðið svo spillt. Mér fannst ég ekki geta haldið það út að lifa lengur. Eina nótt í rigningu og stormi, þeg- ar ég áleit, að enginn tæki eftir mér, gekk ég út lil þess að svifta mig lífinu. Þessi ákvörðun hafði koslað mig mikið, því þrátt fyrir alla erfiðleika, var þó sumt í lífinu, sem erfitt var að skilja við. Eg vildi í raun og veru ekki deyja svona ung, en vald myrkursins hafði blindað svo sjón mína, að ég sá enga leið. Ég gekk út á brúna hér fyrir utan borgina og ætlaði að kasta mér út í vatnið, en þá kom einhver gangandi á móti mér, hvort það var 36

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.