Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 17

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 17
vesalings fórnardýrum þar til að flestir þeirra létu lífið. Það var í þennan klefa, sem bróður okkar var varpað ásamt grískkaþólskum presti og major úr keisarahernum. Áður en ræningjarnir gátu sagt eða gjört nokk- uð, gekk N. N. fram lil fyrirliðans, rétti út hönd sína og sagði á vinsamlegan hátt: „Guðs friður sé með þér! Við erum einnig dæmdir til dauöa.“ Þessi framkoma hafði einhver dulin áhrif á Jtessa harðneskjulegu og ruddalegu menn. „Félagar, eng- inn hefur nokkurntíma áður heilsað okkur á þennan hátt.“ „Við skulum ekki gera honum mein, þess- um manni,“ sagði fyrirliðinn. Þegar nokkrir ræn- ingjanna sneru athygli sinni að majórnum og prestinum, sagði N. N.: „Þið megið ekki heldur gera á hluta þessara raanna. Þeir eru vinir mínir. Við erum allir á sama báti.“ Fyrirliðinn sagði: „Þið getið hvílt ykkur við hlið mina, og enginn mun gera ykkur mein. Áð- ur en N. N. lagðist niður á kalt og óhreint stein- gólfið, beygði hann kné sín og hað upphátt. lfæn- ingjarnir litu upp undrandi. Þeir höfðu aldrei heyrt eða séð slíkt áður, að maður sem ekki var prestur skyldi hiðja í heyranda hljóði, og þar sem engin guðsþjónusta var heldur fyrir hendi. Ekki hafði liann heldur bænabók í hendi sinni, heldur bað hann frá hjarta sínu, og bað fyrir þeim og óvinum sínum. Nokkrir gerðu gys að honum og formæltu hon- um, en hvasst augnaráð fyrirliðans þaggaði nið- ur í þeim öllum. Nótlin var hræðileg. Þótt hróðir okkar liefði verið í nokkrum fangelsum í Rússlandi, og þeim ekki öllum þrifalegum, tók þetta út yfir allt. Alls konar skordýr, rottur, mýs og flær, gengu þar ljósum logum alla nóttina. „Það varð kvöld og það varð morgunn •— hinn fyrsti dagur.“ Þegar bróðir okkar liafði beðið morgunbæn sína, knéfallandi, fór hann að kynnast meir og meir sam- föngum sínum og strengir sem slakir höfðu verið byrjuðu að titra. Annar dagurinn leið og ræningj- arnir voru vinsamlegri í garð N. N. Hins vegar voru þeir harðir og illir í garð prestsins. Honum leið líka afarilla. Þeir hæddu hann á allar lundir og málfar þeirra var ófagurl. Aumingja maðurinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Þegar N.N. bað, fannst honum, að hann einnig skyldi biðja, en gat það með engu móti. „Hvers vegna biður þú ekki líka?“ hrópaði einn af ræningjunum. „Við skulum kenna honum að biðja. Ef til vill hefur hann gleymt því.“ Og þeir ráku hann óttasleginn á fætur. Einn þeirra festi upp skopmynd af helgum manni á vegginn. Og vesalings maðurinn reyndi að biðja þær kirkjubænir, sem liann kunni andvarpandi, meðan ræningjarnir hæddu hann og lítilsvirtu og létu hann krossa sig frammi fyrir myndinni. Þegar hlé var á sögðu þeir: „Haltu áfram. Þetta hefur ekki verið nein regluleg bæn ennþá. Biddu eins og N. N. Þegar hann biður, þá finnum við að góðar tilfinn- ingar byrja að Iirærast í hjörtum okkar. Biddu eins og hann biður.“ — í örvæntingu sinni ákall- aði vesalings maðurinn Maríu mey og dýrlinga sér til hjálpar. „Hlustið á,“ sögðu þeir. Trúir þú á bænir þínar eða því, að þú fáir bænasvar?“ Þeg- ar hann svaraði ekki börðu þeir hann í höfuðið. „Svaraðu, trúir þú á bænir þínar?“ Að lokutn kom játningin í mikilli örvæntingu. „Nei, ég trúi ekki á þær.“ Þá um leið brauzt út meiri ókyrrð meðal ræningjanna, en ella. „Heyrið þið félagar, ltann trúir ekki bænum sínum, og þetta hefur hann kennt fólkinu. Hann hefur þó tekið drjúgan skilding fyr- ir bænir sínar. Þú ert orsök að því að ég er þjóf- ur og morðingi. Ef þú, sem prestur, hefðir kennt okkur að biðja líkt og N. N. hérna, þá hefðum við verið heiðarlegir menn í dag. Nú munum við verða skotnir og þú ert orsök þess. Biddu, við munum. ... en áður en við ætlum að taka þig af lífi, ætlum við að kenna þér að biðja.“ Jafnvel þótt N. N. væri hryggur yfir því, sem nú fór fram, bar hann þó þá tilfinningu innra nteð sér, að þetta væri réltlátur dómur, sem hann fékk ekki hindrað IJann andvarpaði frammi fyrir Drottni, að hann vildi opinbera sjálfan sig, því næst sagði hann við prestinn: „Játaðu syndir þínar og ákallaðu Drottin Jesúm. Hann mun frelsa þig.“ Þannig var það að presturinn í dauðans angist sinni hrópaði til Guðs. Og hann játaði opinberlega syndir sínar, að hann sem blindur leiðtogi blindra, leiddi fólkið afvega, og hann sem hirðir liefði látið sig meiru skipta ull sauða sinna, en velferð sálna þeirra. „Þetta er heldur skárra,“ sagði einn af ræningj- unum. „Þú biður líkara N. N. núna en áður. Haltn bara áfram.“ Guð heyrði bænir þessarar órólegu 17

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.