Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 48

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 48
honum bréf þess efnis, að móðir hans hefði tekið á móti Jesú sem frelsara sínum. Nú hófust einnig þrengingartímar fyrir hana, því að fjölskyldan vildi hvorki heyra hana né sjá, eftir að hún hafði fallið frá hinni „sönnu kirkju" eflir því sem þau héldu. í stríðinu hafði hún særst. Nú tók gamla sárið sig U]>p á nýjan leik, miklu verra en áður. Hún setti traust sitt á Guð og varð fullkomlega heilbrigð aftur. Þetta olli því, að afstaða fjöl- skyldunnar gagnvart henni breyttist til batnaðar. Á meðan þessu fór fram hafði móðurbróðir hans verið kjörinn páfi og virtist ótrúlega skilningsrík- ur á afturhvarf systursonar síns. Meðal annars skrifaði hann honum og spurði, hvort það væri eitthvað sem hann gæti gert fyrir frænda sinn. Treccani svaraði, að hann þarfnaðist kvöldmál- tíðarhikars og skírnarklæða og páfinn sendi hon- um hvorttveggja. En þrátt fyrir hina háu stöðu sína þekkti páfinn ekki Guðs frið. Þótt hann sé kallaður „Staðgöngu- maður Krists“ hefur hann aldrei innlifað né reynt hjálpræðið, en það er byrði sem hvílir þungt bæði á Treccani og móður hans. Einu sinni á ári veitir páfi áheyrn ættingjum sínum. Næst er hún talar við hann, ætlar systir hans að vitna fyrir honum. Jóhannes páfi 23. átti lieldur ekki frið við Guð. Þegar hann lá á banabeði grét hann og spurði eftir einverjum, sem gæti hjálpað sér. En enginn af hinum háu höfðingjum, erkibiskupum og kardí- nálum gat gcfið hinum deyjandi manni nokkurt huggunarorð. Þegar þetta er skrifað, er Treccani í fyrsta skiptið í Norður-Ameríkn og heimsækir þar fjöl- menna söfnuði. Að heyra hann sjálfan segja frá lífi sínu, er við- burður, sem ég mundi óska að allir yrðu aðnjót- andi. Sjálf hafði ég þau forréttindi meðan sam- koma stóð yfir í San Diego í Kalíforníu. Sjaldan hef ég séð andlit geisla af slíkum dýðarljóma, sem hans. Það var enginn efi á því, að Guð hafði hér útvalið verkfæri. Löng og erfið hafði leit hans verið, en nú hafði hann náð heim til föðurhúsa og vegna þess munu áreiðanlega margar sálir vinnast fyrir himininn. Snúið á íslenzku G. I^oftsson. Elskan er stefkari en dauðinn Framh. af bls. 41. inn minn. Guð mun launa yður það, ef þér náðar- samlega viljið heyra bæn mína.“ Því næst kastaði konan sér grátandi að fótum hins skapharða einvalda. Nú gerðist eitthvað óviðjafnanlegt í hörðu og ósveigjanlegu hjarta þessa stollta hermanns. Hann beygði sig niður að konunni, strauk hægri hendi yfir höfuð hennar og mælti hrærður þessum orð- um: „Líttu upp dóttir min. Einn af lífvörðum ntín- um mun fylgja þér til aftökustaðarins. Þú skalt sjálf fá að flytja manni þínum boðskapinn um það, að hann sé náðaður. Þetta eru þau laun, er þú hefur áunnið þér moð þinni stóru fórn, er hendur þínar vitna um, að þú hafir fært í kvöld. Megi Guð launa þér fórn þína bæði hér í tímanum og eins hinum megin. Því að það er satt, sem þú hefur sagt, að ást þin er sterkari en dauðinn. Svona er þessi óviðjafnanlega fagra og sanna saga, sem geymast mun á spjöldum sögunnar, meðan heimurinn stendur. Kærleikur þessarar ungu konu, minnir okkur — þó í veikleika sé — á ennþá sterkari kærleika, á fórn, sem er ennþá miklu stærri, en þessi fórn var, þótt mikil væri. Það er sá kærleikur og sú fórn, sem Jesús Kristur færði fyrir okkur, þig og mig. Minnumst þess að hann breiddi út hendur sínar eitt sinn til þess að þær yrðu sundurmarðar, þegar hann var negldur á krossinn. Hann gerði miklu meira en það. Hann gaf líf sitt, ekki fyrir einhvern, sem elskaði hann, heldur fyrir okkur, sem vorum óvinir hans, til þess að við mættum frelsast frá eilífum dauða og glötun, en eignast eilíft líf. Flinn mikli og þekkti afturhvarfsprédikari Charles Spurgeon sagði oft frá þessari einstæðu hetjusögu ungu konunnar, á vakningarsamkomum sínum. Þá var það venja hans að bæta við: „Kærleikurinn, sem opinberast okkur í dauða Jesú Krists, hefur sig í óendanlegri hæð sinni yfir alla hetjudáð og fórnarlund, er birzt hefur á jörðu. Eins og við sjáum einstaka tinda Há-Alp- anna hefia sig liátt yfir alla aðra tinda og langt upp úr skýjunum, alveg eins og þeir vilji lyfta sér upp á meðal stjarna himinsins, þannig er það með kærleika Krists. Hann lvftir sér upp yfir alla

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.