Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.06.1967, Blaðsíða 28
í kvöld. En ég held að samkoman hafi byrjað fyrir einni klukkustund. Ungi maðurinn var ofurlítið feiminn, þegar hann bar fram spurninguna: — Hefðuð þér nokkuð á móti því að koma með mér til sumarheimilisins? Um leið og hann sleppti spurningunni, fór léttur roði um andlit hans. Ég hef eigin bifreið, sem er hérna skammt frá. . . . Allt kom þetta svo óvænt, og fór svo fljótt fram, að Eva vissi varla af því fyrr en hún sat í bifreið- inni hjá Roland Bergman og var á leiðinni til sumarheimilisins, utan við borgina. Reiðhjólið sitt liafði hún skilið eftir við bakhlið F-kirkjunnar. Þetta varð einkennilegt voreldakvöld fyrir Evu. Og eiginlega varð það jafn einkennilegt fyrir Ro- land Bergman. Þau tóku sér göngu um umhverfi sumarheimilis- ins og töluðu saman eins og þau hefðu þekkzt í mörg ár. Þau töluðu um þeirra eigið líf og hvað einkennilegt þeim fannst, að þau skyldu allt í einu hittast á samkomu, er vori var fagnað, og þar sem þau hefðu óskað að fleira æskufólk hefði verið en þau tvö. Þau töluðu saman um starf Guðsríkis í heimabyggð Rolands og hvernig það væri í heimabyggð Evu. Þau sátu við kaffiborðið og töluðu saman frjáls- lega og óþvinguð. Að kaffidrykkju lokinni gengu þau enn saman nokkra stund og nutu fegurðar nátt- úrunnar, sem þar blasti alls staðar við sjónum þeirra. Þegar þau óku til baka, til borgarinnar, seinna um kvöldið, sátu þau hljóð og vissu eiginlega ekki hvað þau ættu að tala um. Bæði sáu þau skilnað- arstundina rétt ókomna, og það setti að báðum angurværan söknuð. Með þessari stuttu kynningu, er aðeins tók nokkrar klukkustundir, höfðu þau óafvitandi dregizt hvort að öðru, þýðlega og þekki- lega. Bæði stríddu þau við sömu spurningu. Hvernig get ég komið orðum að því við hana, hvort við ættum að mætast oftar? hugsaði hann. Hvernig á ég að leyfa mér að spyrja hann, hvort liann muni koma til formiðdagsguðsþjónustunnar á morgun? hugsaði hún. Þegar bíllinn nam loks staðar við F-kirkjuna, varð annað að segja eitthvað. 28 Það varð eðlilega hann, sem sagði það. — Gæti ég ekki skotið þér heim, ef þú býrð fyrir utan borgina? spurði hann, með feimnis- legum áliuga. Þetta talaði sínu máli. Það vil ég gera með gleði sagði hann. — En ég kom á hjólinu mínu hingað. Nokkrum mínútum seinna sátu þau bæði í bíln- um á leiðinni að heimili Evu. Hjólið höfðu þau bundið upp á þak bílsins. Á árdegissamkomunni daginn eftir, sátu þau sitt á livorum bekksenda í miðjum salnum í F-kirkj- unni, og hlustuðu á prédikunina. Allmörgum dögum seinna ók Roland Bergman upp til heimilisins þar sem Eva átti heima. Nokkrum dögum seinna var hann aftur gestur þar. Nú höfðu foreldrar hennar boðið honum heim. Nokkrum mánuðum síðar sáust þau Eva og Ro- land ganga gegnum borgina, hlið við hlið. Þau mættu hópi af ungu fólki. Sumir ungu piltanna sneru sér við og horfðu á eftir Evu. — En hvað hún er falleg, sagði einn þeirra. — Sorglegt, að hún skuli vera gengin út, sagði annar. — En hún lítur út eins og hún sé trúuð, sýndist þeim þriðja. — Og svo er hún sannarlega ástfangin af hon- um, sagði sá fjórði. Þeir höfðu rétt fyrir sér. Eva Holm hafði eitt sinn ákveðið að ganga á móti straumnum. Það hafði hún gert enda þótt margir vildu fá hana með sér í hinn þunga straum fjöldans til skemmtistaðanna. Hún var falleg, og hún var raunverulega ástfangin af Roland Berg- man. Hún var líka í beztu merkingu málsins trúuð stúlka. — Þegar ég var ennþá yngri, sagði hún við Roland, meðan þau leiddust gegnum skemmtigarð borgarinnar, trúði ég því að Guð mundi senda í veg minn myndarlegan ungan mann og segja við mig: — Hér er prinsinn. En hin síðari ár drap ég þessum hugsunum á dreif. Ég neita því ekki að meira en litlar efa- semdir settust að mér viðvíkjandi lífsvegi mínum, þegar ég mætti fjölda æskufólksins á leið í Þjóð- garðinn hið eftirminnilega voreldakvöld. Og samt

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.