Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Side 39

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.12.1962, Side 39
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 39 stöðvarinnar og starfsmenn hafa alltaf reynt að greiða úr vandræð- um fólks. Afgreiðslumenn stöðvarinnar ltafa verið margir, en helzt ber að nefna Óskar Björnsson. Hann er nú látinn. Sömuleiðis eru nú látnir tveir af stofnendum stöðvarinnar, Ottó Einarsson og Sigurður M. Pét- ursson. Núverandi afgreiðslumenn eru Jón Tómasson og Þorvaldur Ás- mundsson. Árið 1950 byrjuðu bifreiðastjórar ú Nýju Bílastöðinni að bjóða gamla fólkinu í bænum í dagsferð urn næsta nágrenni. Mæltist þessi nýj- ung vel fyrir, og hefur verið mjög vinsæl og vel þegin af þátttakend- um hverju sinni. Kann gamla fólk- tð vel að meta þessa vinsemd og Itlýhug í þess garð og bíður jafnan nreð mikilli eftirvæntingu eftir skemmtiferð bílstjóranna hvert sumar. Hafa nú fleiri aðilar sam- einast um að bjóða gamla fólkinu ut einn góðviðrisdag á ári. Góður andi er ríkjandi með starfsfólki Nýju Bílstöðvarinnar, og við og við halda bílstjórarnir sínar sameiginlegu skemmtanir. Hefur félagið ýmsum góðum skemmtikröftum á að skipa m. a. góðum söngröddum og hefur Þórð- ur Björgvin stundum æft með þeim kór bílstjóra. Enda þótt oft sé mikið að gera, koma stundum lægðir í starfið, og er þá reynt að leggja sig og sofa eftir næturvakt eða að spil eru grip- in eða tekin skák. En legiubílstjór- inn á fáar næðistundir, og sjaldn- ast er skákin á enda tefkl og hætta verður oft leik þá hæst stendur. Starf leigubílstjórans er að ýmsu leyti sérstætt. Hann kynnist mörgu á löngum og erfiðum starfsdegi. Ökumannsstarfið er lýjandi og þreytandi. Starfið getur þó haft upp á mikla ljöllneytni að bjóða, og víst er um það að leigubílstjór- inn kynnist ýmsum ævintýrum bæjar- og borgarlífsins og fær nokkra innsýn í líf samborgarans, gleði hans og sorgir. Væri það sjálfsagt efni í margar greinar, ef út í það væri farið. Síminn hringir! Skákin er sjaldnast tefld til enda! — Björn á Sjónar- hóli og Garðar Benediktsson eigast við. ,,Ég segi grand! — en síminn hringir og . . . Sitjandi: Þorvaldur Ásmundsson afgreiðslumaður. Jón Tómasson afgreiðslumaður svarar í símann: Nýja Bílstöðin, — góðan dag. Gott þykir gamla fólkinu að sitja um stund úd í guðsgrænni náttúr- unni og drekka kal’fi og borða pönnukökur lijá konum bílstjóranna. Þeir taka lagið og syngja saman í kór, sem Þórður Björgvin æfir.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.