Fróði - 01.09.1911, Side 5
Ávarp til kaupenda
“FRÖÐA“.
Kæru vinir: Loksins er þá “Fró5i“ lagöur aí staö í göngu
sína til landa hér i Ameríku. Hann vildi helzt koma á hvert
íslenzkt heimili, því honum eru þau öll saman kær, og honum
þykir gaman aö skrafa viö kunningja sínu,jafnt konursem karla,
yngri sem eldri. Enda má þaö meö sanni segja, aö honum
hefir óvíöa úthýst veriö, þegar hann var að biöja gistingar í vor
og sumar. Viötökur þær sem hann þá fékk, vill hann reyna aö
launa með því að gera mönnum glatt í geði. Hann er æfinlega
til í þaö sá gamli, aö brosa meö brosendum. Vill þá stundum
ískra í karli hláturinn og ekki laust við að hann reki á hlátur-
livelli við og við. Honum líður vel þegar spaugað er við hann,
og helzt vildi hann ganga síhlæjandi í gegnum lífið, alveg fram
á seinasta bakkann.
Ég veit, að mörgum manni hefir áöur fyrri komið til hugar,
að stofna rit líkt og þetta, óháð rit, sem ekki væri bundið við
neina fiokka. Mig hefir fyrir löngu langað til þess. En enginn
hefir treyst sér til þess, peninganna vegna. Menn hafa álitið
að það gæti ekki borið sig, og reynslan var búin að sýna það ný-
lega í Minnesota. Var það rit þó vel úr garöi gert í alla staði.