Fróði - 01.09.1911, Qupperneq 9

Fróði - 01.09.1911, Qupperneq 9
FRÓÐI. 5 sagnaritarar álíta, aö það hafi verið snemma á átjándu öldinni; einhverntíma á tímabilinu frá 1710 til 1730. Árið iSioáleit nafnkunnur grasafræðingur, að Roussillon kirsiberjatréð væri að minsta kosti 50 ára og ætti það, eftir þeim reikning, að vera gróðursett um 1760. Samkvæmt heiinildum þeim, er vér höfunr í höndum, og sem saga þessi er bygð á, er það engum efa bundið, að tré þetta stóð í fullum blóma snemma sumars 1778, og greinar þess lút- andi til jarðar fyrir aldinaþunga. Svo langt náðu sumir berja- klasarnir niður, að hávaxin, ung stúlka, er þar var stödd, náði hæglega í þá, valdi sér girnilegustu berin, og litaði safinn úr þeim varirnar hennar um leið og hún neytti þeirra. Það má segja að atburður þessi hafi átt sér stað endur fyr- ir löngu, ef miðað er við alla þá undra-breyting, er síðan hefir orðið á svæðinu því, er Vincennes nú stendur á og horfir yfir tignarlega Wabashfljótið. Nýji bærinn tekur risavöxnum framförum, er augljós eru í hvívetna. Vagnar, knúðir rafmagni, þjóta eftir strætunum, fögru húsin standa í rafljósa ljóma, eimlestir æða öskradi til og frá, reiðhjóla-riddarar skjótast innan unr mannösina og allskon- ar nýtízka virðist hrinda þeirn tíma undra langt til baka aftur í aldir, er tinnubyssnr og geitarskinnsbuxur voru notaðar á þess- um stöðvum. Og þó þurfum vér ekki að líta nema um 120 ár aftur í tím- ann til þess, að sjá Alice Roussillon standa undir kirsiberja- trénu, haldandi hátt yfir fallega höfðinu aldinaklasa, er mjög smávaxinn kryplingur, ungur að aldri, leit ástfangnum augum til og reyndi árangurslaust, að ná í. Myndin er ekki að eins sveitarleg, hún er einnig frumleg. “Stöktu í loft upp!“ sagði stúlkan á frönsku, “stöktu hátt, Jean! hátt, hærra“. Já, þeir tímar eru löngu liðnir, er stúlkur gengu óskelfdar út í þær hættur og torfærur, er hinir hraustustu menn vorradaga mundu gefast upp við og álíta óframkvæmilegar með öllu. Alice Roussillon var há vexti, hraustlega bygð og svo fagur- limuð og tíguleg, að undrun sætti. Að öllu var hún svo fögur

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.