Fróði - 01.09.1911, Síða 17

Fróði - 01.09.1911, Síða 17
FRÓÐI. 13 fjárframlaga kom, þá var ekki hægt aö treysta honurn sem ó- trauöum syni kaþólsku kirkjunnar. Áhrif hans fóru, að því leyti, ekki í rétta átt. En Pére Beret gat ekki séö því neitt til hindrunar, aö honum gæti tekist aö leiða Alice, er hann elskaði sem sitt eigiiö barn, í skaut hinnar kaþólsku kirkju, þrátt fyrir uudirterli Gaspards í þeim málum, “Ó, kæra barnið mitt”, mælti hann, “þrátt fyrir alt og alt, þá ertu þó góö og ástúðleg stúlka, og mikiö betri en þú læzt vera. Skylduræknin mun brátt ná valdi yfir þér; og breytingin veröur göfuglega af hendi leyst að síöustu”. “Mjög sennilegt, kæri faöir, mjög sennilegt”, svaraði Alice hlæjandi. “Spádómur yöar er goðborinn, og það skal ég sanna yöur mjög brátt”. Hún reis á fætur um leið og hún mælti síöustu orðin og hljóp inn í húsiö. “Ég kem aftur eftir eina eða tvær mínútur”, hrópaöi hún þaöan, sem hún þá var stödd og heyröi Pére Beret glögt, að hún var í — búrinu. “Veriö þér þolinmóður, og hlaupiö ekki á brott”. Pére Beret hló lágt aö þeirri gletnislegu hugmynd hennar, aö honum gæti komiö til hugar, að fara út í regniö, er glumdi á veggsvalaþakinu, einkum þar sem hann haföi nokkurn grun um, að hann ætti í vændum skorpusteik meö kirsiberjum — skorpu- steik eftir Alice sjálfa! Og rauðvíniö hans Roussillons var hrein- asta afbragö. “Ja, barn”, hugsaði hann, “gamli sálusorgarinn þinn ætlar sér ekki aö strjúka frá þér”. Hún kom brátt aftur meö trébakka, hlaðinn blóðrauöri skorpusteik, álitlegri flösku og tveim vínstaupum. “Ég er vissulega talsvert skárri stundum, en ég lít út fyrir aö vera”, mælti hún, meö auðmýktarsvip, en háöiö í rómnum og gletnin í augunum gat þó engum dulist, “og ég verö frá- munalega góð, þegar ég er orðin kerling. Sætleikinn, sem nú er í eðlisfari mínu, kemur ljóslega fram í skorpusteikinni”. Hún setti bakkann á þrífættan stól, er hún ýtti þétt að hlið prestsins. “Nú, nú”, sagöi hún, “látum nú regniö hamast; yðurlíður

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.