Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 18

Fróði - 01.09.1911, Blaðsíða 18
14 FRÓÐI. vel meöan skorpusteikin og víniö endist, þótt þaö rigni eldi og brennisteini, það skal ég ábyrgjast”. Pére Beret tók hraustlega til matar síns, og gaf Jean álit- lega sneið af skorpusteikinni. “Þetta er dýrindis réttur, dóttir mín, sannarleg guðafæða”, mælti prestur með munninn fullan matar. “Húsfrú Roussillon hefir ekki vanrækt að kenna þér matargerð”. Alice helti aftur á staupið hans. Það var dýrindis-vín. Mál- tíð þessi vakti hjá presti endurminningar frá æskuárum í Frakk- landi, um'fyrstu ferð hans til Parísarborgar og ósvífna æskulífið í borginni fjörfrægu, er hann hafði tekið ósleitilega þátt í sjálfur. Ó, hve langt var síðan; nú var alt þetta vafið þokublæju, en þó svo töfrandi og — tryllandi. Hann lygndi aftur augunum nokkra stund, og sötraði vínið sem í draummóki. Regnið varaði tvær stundir; en þá er Pére Beret kvaddi hina ungu vinu sína, var komið glaða sólskin. Þau höfðu jagast ofurlítið í bráðina út úr skáldsögunum, og húsfrú Roussillon bafði komið út á veggsvalirnar og tekið þátt í samtalinu. “Ég hefi falið hverja einustu bók af þessum skræðum”, sagði húsfrúin. Hún var kona holdug, dökk í andliti, og voru perluhvitu tennurnar hennar það eina, er henni varð talið til fegurðar- Röddin var óþýð og bar vott um þrályndi. “Það er ágætt; þér hafið gert skyldu yðar tneð trúmensku, húsfrú”, sagði Beret prestur, og lýsti röddin hans innilegri ánægju. “En, kæri faðir! Þér sögðuð fyrir stundu síðan, að ég skyldi vera sjálfPáö urn bækur þær, er ég læsi”, greip Alice frarn í með ákefð. “Og fyrir þetta loforð yðar gaf ég yður skorpusteik og vín. Þér hafið þegar hámað í yður steikina og svolgrað vínið, og nú —” Pére Beret setti upp stráhattinn, þrýsti honum gætilega niður fyrir hvelfda skallann, er hafði að geyma rniklar gnóttir vizku, manngæða og mannúðar. Hann strauk hendinni mjúk- lega um hár Alice og sagði: “Blessuð sértu meðal kvenna, barnið mitt. Ég skal biðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.