Fróði - 01.09.1911, Síða 20

Fróði - 01.09.1911, Síða 20
FRÓÐI. 16 nú á dögum, ef hann hefði ekki koinist í kappatölu Clarks; en þeir gengu svo djarfmannlega fram i því, aö ná Norðvesturland- inu úr greipum Breta, aö fádæmum þykir sæta. Jafnvel þá, er sögur fara fyrst af bænum Vincennes, stóS hann í a'lnánu sambandi viö New Orleans. Miklu skemmra var aö vísu til Detroit. En nýlendan Louisiana var, eftir skoö- un prestanna og ýmsra annara, er höföu latneskt blóö í æöum, svipaðri Frakklandi, en nokkur önnur nýlenda á þeiin tíma. Séra Beret kom frá New Orleans til Vincennes, eftir íljót- unum Missisippi, Ohio og Wabash; fór hann för þá á eintrján- ingi, og stóö hún yfir alt sumariö og fram á haust. Frá því, aö hann kom þar, haföi bærinn verið undirorpinn allmörgum breyt- ingum, og um þaö leyti, er saga vor hefst, kröföust Bretar eign- arráöa yfir landflæmi því, er Wabashfljótiö rann um og enda yfir ótakmörkuðu svæöi af Noröur-Ameríku alla leiö suöur aö Mexico. En þann eignarrétt vefengdu Auglo-Amerisku nýlend- urnar all-einarölega, og íbúarnir tvíhentu tinnubyssur sínar máli sínu til staðfestu. Það er alls ekki undravert þótt hinir fámennu Frakkar, er heima áttu í Vincennes og voru önnum kafnir viö skiftikaupskap viö Rauðskinna, veiöar eöa trúboösstarf, en í fjarska frá miö- punkti viðburða allra, fengju seint fregnir um þaö, að ófriöur væri hafinn milli Englands og ensku nýlendanna. Enda þótti þeim það ekki miklu máli skifta. Þeir álitu sig svo afskekta, að þeim væri engin hætta búin og sintu því aö eins daglegum stöif- um; en þau voru einkum: aö selja Rauöskinnum glysvarning, vopn, húsgögn, ábreiöur og áfenga drykki, og höföu þeir fengið meira tangarhald á Rauöskirinum, en nokkrum hvítum frumbýl- ingum hefir tekist aö ná fyr eöa síðar. Aö líkindum hefir séra Gibault verið yfirmaöur séra Berets. Og víst er þaö, aö hinn fyrnefndi haföi, aö nafninu til, yfir-um- sjón yfir Vincennes, og þaö er vafalaust, aö hann setti séra Beret sem hiröi í Wabash héraðinu, meðan hann starfaöi í Kas- kaskia héraöinu fyrir handan Illinois-slétturnar. Þaö er einkennileg, en þó sannsöguleg staðreynd, að trú- boö, romm og brennivín, gaf hinum frönsku nýlendumönnum

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.