Fróði - 01.09.1911, Side 21

Fróði - 01.09.1911, Side 21
FRÓÐÍ. '7 mjög miki'ð vald yfir hinum viltu og grimmu Rauðskinnum, er umkringdu þá hvaðanæva. Prestarnir gerðu reyndar alt, er í þeirra valdi stóð til þess, að hefta áfengissöluna, en braskaramenn og samvizkulausir far- andsalar voru mannfleiri, og kærðu þeir náungar sig kollótta um sálarhag Rauðskinna. Idvað gátu klerkar því annað gert, en taka ástandinu með þolintnæði? A þeim dögum var víndrykkja almenn og við öll tækifæri; við máltíðir, skemtanir og daglega vinnu. Arangnr af bindindis starfsemi var því alt annað en glæsilegur. Erfiðleikar í þeim efnum nær því ósigrandi. Vera má, að þrautir þær, er nýbyggjar uröu að líða. hafi gert nokkra hressing nauðsynlega, væri hennar neytt í hófi. En slíku var ekki að fagna. Drepsóttir eitruðu loftið og lyf þau, er nú eru notuð gegn slíkum voða, voru þá annaðhvort ekki fundin, eða ekki hægt að ná til þeirra. En þótt vínnautnin hefði ill áhrif á hvíta menn, þá voru þau áhrif margfalt voðalegri á Rauðskinna. Þeir urðu beinlínis þrælar vínsins. Fyrir vínflösku tókust þeir á hendur að fram- kvæma hvað sem vera skyldi, hversu hættulegt, erfitt eða þræls- legt sem verk það var, er vinna átti. Verzlunarmennirnir voru ekki lengi að koma auga á þenna löst Rauðskinna og færa sér hann dyggilega í nyt. Áfengi gaf þeim algert vald yfir lífi, starfi og afurðum villimanna þessara. Prestarnir gátu miklu til leiðar komið við aumingja þessa með hinni átakanlegu sögu um krossinn, er hafði mýkjandi áhrif á hið grimma eðli þeirra og hélt þeim frá ýmsum þrælapörum, en þegar öll önnur ráð brugðust til þess, að halda þeim í skefj- um, þá var gripið til brennivínsins og það brást aldrei. Þaö var þvf ekkert óskiljanlegt við það, þótt séra Beret hlypi ekki upp til handa og fóta við það, að frétta, að bátur væri nýkominn, hlaðinn vínföngum. Það var Réne de Rossville er færði honum þá fregn. Hann sat á þröskuldinum í kofa séra Berets, er gamli mað- urinn kom heim. Hann hafði bréf í hendinni, er hann virtist upp með sér af að afhenda.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.