Fróði - 01.09.1911, Side 22

Fróði - 01.09.1911, Side 22
FRÓÐI. 18 “Bátur og sjómenn. Bátur hlaSinn brennivíni kom meöan regniö var”, sagöi hann. “Og hér er bréf til yöar, prestur minn. “Bátur frá New Orleans. Atta menn lögöu af staö, en einn fór á land til aö veiöa, og Rauöskinnar drápu hann”. Séra Beret tók viö bréfinu án þess, aö viröast gefa því sér- legan gaum og mælti: “Ég þakka þér fyrir, sonur minn, sittu kyr; þröskuldurinn er ekki blautari en stólarnir inni í húsinu; ég ætla aö tylla mér hjá þér”. Þaö haföi rignt inn í kofann svo vatnið fiaut unr gólfiö. Þeir settust báöir niður Og prestur hélt á bréfinu í hendinni. “Það veröur fjörugt hér í kvöld”, mælti René de Rossviile, “ákaflega fjörugt”. “Hvers vegna heldurðu það, sonur minn?” spuröi prestur. “ Víniö og brennivíniö”, svaraði René. “Það veröur drukk- iö fast. Þeir eru orönir þurrir fyrir brjóstinu, piltarnir hérna. Þeir eru að undirbúa skemtunina í ‘húsinu við ána’.” “Ó, aumingjarnir”, mælti prestur og virtist í þungum hugsunnm. “Hvf lesiö þér ekki bréfiö, prestur minn?” mælti René. Prestur hrökk viö, snéri bréfinu í hendi sér og stakk því svo í vasa sinn. “Þaö getur beðið”, sagði hann. “En íkornarnir, sem þú gafst mér, sonur minn, voru ágætir; þaö var fallegt af þér, aö hugsa eftir inér”, mælti hann og lagði hendina á handlegg René. “Ó, það gleður mig, að geta glatt yður, séra Beret, því þér eruð rnér ætíö svo góður, eins og reyndar öllum. Þegar ég drap íkornana, sagöi ég viö sjálfan rnig: Þeir eru ungir og mjúkir þessir íkornar; ég skal gefa séra Beret þá; og svo færöi ég yö- ur þá”. René stóð upp og ætlaði að fara; honum datt í hug að prestur vildi vera einn, er hann læsi bréfið. En prestur lét hann setjast aftur. “Bíddu ofurlítið; það er langt síðan að ég hefi átt tal við þig”.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.