Fróði - 01.09.1911, Page 23

Fróði - 01.09.1911, Page 23
FRÓÐI. i9 René var ekki urn aö bíöa. “Þú mátt ekki drekka í nótt, sonur minn”, mælti Beret. “Þú mátt þaö ekki; heyrirðu hvaö ég er aö segja?” Það kom ólundar svipur á andlit hins ung'a manns; en hann átti bágt meö að standast bænarorö prestsins, er hann elskaði einlæglega, eins og allir í þorpinn geröu. Rödd prests var þýö, en þó var eitthvað ákveðið í henni. René rnælti ekki orö frá munni. “Lofaðu mér því, aö smakka ekki dropa af áfengi í kvöld”. Prestur tók nokkuð fast um handlegg Renés; "lofaðu mér því, sonur minn”. "Eg verð að fara”, sagöi René alt í einu, stóð skyndilega á fætur og vék' sér hjá hendi prestsins, er ætlaöi að ná í hann aftur. • "Ekki þó til hússins viö ána, sonur minn?“ mælti prestur í bænarróm. “Nei, ég fer ekki þangaö; ég hefi annað bréf; ég hefi eitt til herra Roussillon; það kom líka með bátnum. Eg ætla að færa húsfrú Roussillon það”. Rcné de Rossville var svartur á brún og brá, útitekinn, meðalmaður á liæð, klæddur geitarskinnsbuxum og í skórn úr sama efni. Augun hans voru dökkblá, snör og skarpleg; brýrn- ar miklar. Skegghnífur hafði víst aldrei komiö nærri andhtinu hans og skeggið var þunt og lítt hirt. Utlitið var karlmannlegt og alt virtist benda á, að hann væri ekki uppnæmur fyrirsmá- mennum. Andlit prestsins tók skyndilegri breyting. Hann liló dálít- ið kuldalega, en gletni varð vart í augunum. "Þú getur haft skemtilegt kvöld lijá húsfrú Roussillon og Jean. Þú veizt að Jean er ansi skemtilegur strákur”. René brá upp bréfinu-, er hann hafði minst á, og hélt því fyrir andlit presti. “Þér haldið, ef til vill, að ég sé ekki með neitt bréf til herra Roussillon, og, ef til vill, haldiö þér líka, að ég ætli ekki þangað til þess, aö afhenda bréfið”. "Herra Roussillon er ekki heima, eins og þú veizt”, sagöi

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.