Fróði - 01.09.1911, Qupperneq 30

Fróði - 01.09.1911, Qupperneq 30
2 6 FRÓÐI. “Ég lék að hnefaleik og skilmdist dáh'tib”. “Hve nær varstu í hnefaleik seinast?” “Ég var talinn nokkuð góður, nerna---------” “Haltu áfrarn”. “Eg var álitinn vera nok.kuð seinn”. “Latur, áttu við”. “Ekki get ég nú kallað það því nafni”. “Faðir minn, en afi þinn, hann Isak Bellew, steinrotaði mann með hnefa sínum, þegar hann var 69 ára gamall”. “Maðurinn, sem rotaður var?” “Nei! gárunginn þinn! En þú verður aldrei sá hörkumað- ur að þú rotir flugu 69 ára gamall”. “Tímarnir eru breyttir orðnir, góði frændi. Nú eru þeir settir í tugthúsið sem drepa menn”. “Hann faöir þinn reið eitt hundrað áttatíu og fimm mílur án þess að sofna, og sprengdi á reiðinni 3 hesta”. “En hefði hann lifað nú, þá hefði hann ferðast þessa leið sofandi í Pulhnan vagni”. Nú var gamli maðurinn orðinn svo reiður, að hann náði varla andanum, en þó gat hann loksins stunið upp: “Hvað gam- all ertu?” “Ég hefi ástæðu til að ætla”---------- “Ég veit það. Þú ert 27 ára. Þú laukst við háskólapróf tuttugu og tveggja ára gamall, og nú hefir þú verið slæpingur og landeyða í full fimm ár. Það veit guð og menn að ég get ekki séð að þú sért til nokkurs nýtur. Þegar ég var á þínum aldri, J)á átti ég að eins ein nærföt. Ég lifði á sóljrurkuðu keti og bjarnarslátri. Og enn Jrá er ég hraustari maður en þú. Þú ert ekki þyngri en 165 pnnd. Ég get hæglega fieygt þér núna og lamið þig með hnefum mínurn”. “Sérðu ekki, frændi minn, að tímarnir eru orðnir breyttir. Ég var ekki alinn réttilega upp. Hún móðir mín elskuleg —” Jón Bellew hrökk við nokkuð og roðnaði í framan. “Eða bjálfinn hún móðir mfn, eins og þú einu sinni sagðir — vafði mig í ull og bómull eins lengi og hægt var, og Jrað hefði alt verið öðruvísi ef ég hefði í æsku vanist þessari harðneskju.

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.