Fróði - 01.09.1911, Page 33

Fróði - 01.09.1911, Page 33
FRÓÐI. 29 sinni upp a8 gömlu verzlunarbúöunum. Gekk þá fram hjá hon- um Indíáni, 6 feta hár og allur þrekinn. Gekk svo Kit á eftir honum og dáöist aö ljómandi kálfunum á honum og léttleikanum og lipurð hans undir hinni feykilegu byröi. Indíáninn fleygði byröinni léttilega á vogarskálarnar framan við búöina og gekk Kit í hópinn gullnemanna, sem voru aö forvitnast um, hvaö byröin væri þung. Hún var 125 pund aö þyngd og þótti flestum hún furöu mikil. Kit var aö hugsa um þaö, hvort hann gæti nú lyft þess- ari byröi, eöa hvort hann gæti boriö hana nokkuö. Ætlaröu aö bera þetta til Linderman vatnsins, kunningi?” spuröi Ivit. Indíáninn réttist upp allur og rumdi jáiö í koki hans. “Hvaö tekuröu fyrir aö bera þetta þangaö?” “Fimtíu dollara”. Þá sleit Kit samtalinu. Hann sá stúlku eina unga standa þar í dyrum nokkrum. Hún var rétt í vanalegum feröafötum. Og hún var bæöi ung og falleg. Hún var svo bjartleit og hrein á svipinn, meö litlum roöa í kinnum, andlitiö ávalt. Hann ein- blíndi á hana, þangað til henni þótti nóg um þaö, og leit hún þá hálf-þóttalega til hans hinum dökkbláu augum sínum. Fyrst leit hún framan í augu hans, síðan rendi hún augunum gletnis- lega niöur aö beltinu og stóru skammbyssunni, sem hékk niöur á læri honum. Aftur leit hún í augu hans, og lýsti sér þá bæöi háö og fyrirlitning í tilliti hennar. Þaö var sem honum væri rekinn stóreflis löörungur. Hún snéri sér aö manninum viö hliö hennar og benti á Kit. En maðurinn leit til hans meö fyrir- litningu. “Chekako’’, sagöi stúlkan svo. En maöurinn hló viö, og leit hann út sem flækingur í ódýr- um strigafötum og ullarpeisu. En alt þetta þótti Kit þó mjög leiöinlegt. Stúlkan var þó Ijómandi falleg og horföi hann á eft- ir þeim er þau gengu burtu. Hann tók vel eftir göngulagi henn- ar og þóttist viss um aö hann mundi þekkja þaö, þó aö liöu þús- und ár.

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.