Fróði - 01.09.1911, Side 41
FRÓÐI.
37
vera hreinskilinn viö þig í öllu, sem ég tala viö þig, því ég vil
eignast þig fyrir konu mína”.
“En hvers vegna?” hvíslaöi hún í skjálfandi róm.
“Af því, að ég þarf aö fá mér konu og heimili. En þú ert
hin eina kona, sein gæti gert heimili mitt fyllilega gleöiríkt”.
“En hvernig stendur þá á því?”
Þaö var, sem yrði hann hálförólegur viö þessa spurningú
hennar.
“Ég veit þaö eiginlega ekki. En ég gleymi flestum stúlk-
um undir eins og ég er búinn aö snúa viö þeim bakinu. Og þaö
er eins og þú fylgir mér, hvert seni ég fer, inh í herbergið mitt,
út, þar sein ég er að skemta niér og jafnvel inn á skrifstöfuna
rnína”.
H.anu virtist fremur tala viö sjálfan sig en hana. Kuldinii
rénaöi dálítiö um lijarta hennar.
“Þú ert einlægt jafn geösleg í augum mínum. Ég hefi
ekkert vit á kvenmannsbúningi. En ég finn þaö ósjálfrátt, að
klæðnaður þinn er ekki nýmóðins prjál, heldur partur af sjálfri
þér. Mér leiðist vanalega hiö vitgranna málæöi kvennfólksins.
En alt þaö, sem þú segir, er þess vert, aö eftir því sé tekið. Og
þegar ég sé bréf á borðinu frá þér, innan um önnur bréf mín, þá
opna ég þaö æfinlega fyrst”.
“En þú elskar mig þó ekki?”
Þetta var angistaróp hennar; hún hafði beöiö um brauð, en
verið fleygt í hana steinum í staöinn. Hann hikaöi sig snöggv-
ast, en svo hófst hann máls aftur.
“Ég vildi ég gæti sagt já viö því — eins mín vegna sem þín
— mig langar ekkert til, aö láta þig ætla að ég hugsi eingöngu
um sjálfan mig. En þó aö ég geti ekki látið þér í té þaö, sem
menn kalla ást, þá get ég þó látiö þér í té margt annað, sem er
mikils virði.
Þú getur veriö viss um þaö, aö þú verður hin eina kona
sem ég læt mér nokkurn tíma ant um. Ég veit það fyrir víst,
aö ég met þig æfinlega mikils, og er viss um að sambúð okkar
verður fyrirmyndarleg. En ég er ekki þeim hæfileika gæddur
aö geta elskað. Ég hlýt aö hafa veriö fæddur meö þeim galla.