Fróði - 01.09.1911, Qupperneq 43

Fróði - 01.09.1911, Qupperneq 43
FRÓÐI. 39 Hún stóö þar lengi ein, þegar hann var farinn, og var hugsi. — Svo fór hún upp aö sofa, nóttin leiö einhvernveginn og um morguninn svaf hún lengi fram eftir. Þau voru ekki lengi trúlofuö, giftingardagurinn færöist nær. Hún var aö reyna aö heröa sig upp og gera sér beztu vonir. Þetta var eini maðurinn, sem hún nokkurn tíma hafði elskaö eöa mundi elska — og hann vildi fá hana fyrir konu sína. Þetta var henni nóg í bráöina. Hún vildi ekki betla um ást hans. Vildi ekki gera hann leiðan á blíðulátum. Því síður vildi hún reyna að æsa ást hans með því aö gefa öörum undir fótinn. Hún hugsaöi sér aö sýna honum, hvaö staöföst hún væri í elskunni til hans. Mánuðirnir liðu, og sambúö þeirra var hin bezta. Hann duldi ekki ánægjuna, sem hann hafði af sambúö þeirra. Ein- lægt var hann aö láta hana sjá, að hún heföi uppfylt allar hans vonir, en þaö var þó einlægt eins og einhver veggur væri milli þeirra. Arið leiö; þau höföu haft fólk í boði, og haföi þá kona ein ung hegöað sér nokkuð gáleysislega. Helena var búin að láta herbergisstúlkuna fara frá sér. Maður hennar var þar inni hjá henni, og fór hann að tala um konu þessa. “Þegar ég sá til hennar, þá fór ég aö hugsa um þaö, hvern- ig mér mundi falla þaö, ef aö kona mín færi að glevma þannig stöðu sinni og virðingu”. Helena þagði viö og brosti. Hann seildist til handar henn- ar og hélt henni. “Þú ert aödáanleg kona, elskan mín, sannarlega ertu aö- dáanleg”. Hún lagöi lausu hendina upp á öxlina á honum og horföi framan í breiöa, kjarkmikla andlitiö á honum. “En þú elskar mig ekki?” Það var sem hann væri hnífi stunginn, og þegar lét hann hönd hennar falla niöur, sem hann hélt um. “Helena! spuröu mig aldrei þessarar spurningar framar. Veistu það ekki, áö ef aö ég elskaði þig — þá mundi ég glaður

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.