Fróði - 01.09.1911, Qupperneq 44
40
FRÓÐI.
segja þér það og blessa þá stund? Þú vissir þetta þegar þú gift-
ist mér”.
Hún gekk frá honum og nam staðar hjá arninum og horfði
í eldinn. Hann gekk á eftir henni.
“Finst þér að ég sé harður? Hefirðu verið mjög ólukkuleg
þetta ix, Helena?”
“Ó, nei, góði minn”, svaraði hún ofur rólega.
“En þú hefir ekki verið ánægð?”
Hún svaraði engu, og án þess að segja meira snéri hann sér
við og gekk frá henni.
Eftir þetta fór að koma breyting á háttalag hennar. Hún
fór að gefa sig mikið viö félagsmálum, sem mikils voru varðandi.
En þó komu aftur og aftur þær stundir, er hún tapaði vald-
inu á sjálfri sér og fór að hugsa um það, að þetta væri óþolandi
harka og ónærgætni hjá manni sínum, eða einhver sjúkdómur.
En þá fann hún aftur hvað hann var hugulsamur. Hann mundi
æfinlega eftir öllum uppáhaldsdögum hennar, og færði henni
blóm og bækur og gimsteina.
Svo liðu 3 ár og Helena var farin að sætta sig við lífið.
Hún hafði aldrei gefið sér tíma til að fyllast óánægju og leiðinda,
og hún vildi ekki k'annast við það, að hún hefði ósigur beðið.
En þá kom það fyrir, að þau í fyrsta sinni þurftu að skilja
nokkrar vikur. Adams þurfti að fara vestur að Kyrrahafi, ög
læknir þeirra var því mótfallinn, að hún færi með honum. Hún
skrifaði Robert daglega um alt, sem fram fór. Hún vissi að
hann mundi hafa skemtun af því.
Aftur skrifaði hann henni um það, hvað sér yrði ágengt í
störfum sínum. Stundum mintist hann á hana, og hvað þau
myndu gera ef að hún væri þar hjá honum.
En aldrei gat hann þess, að hann saknaði hennar verulega.
Helena var að bugsa um þetta, þegar hún gekk með verka-
mönnunum inn í herbergi bónda síns. Það hafði losnað stykki
úr plastrinu í loftinu og hún vildi sjálf líta eftir viðgerðinni.
Það þurfti að flytja til stóra mahónípúltið, sem náði upp undir
loft. En þegar það var hreyft, féll þar niður mynd ein rétt fyr-