Fróði - 01.09.1911, Síða 52

Fróði - 01.09.1911, Síða 52
48 FRÓÐI. Hrólfur Háreksson, ekkill og Jófríður Járngrímsdóttir, ekkja. Hrólíur, aldraöur bóndi nær 60, kemur aö heimsækja Jó- fríöi ekkju. Er hann íbygginn og álvarlegur meö heröakistil. Hrólfur: “Heilar og sælar Jófríöur mín”. Jófríður: Komdu sæll og velkominn, Hrólfur minn. Þaö er nýtt aö sjá þig nú á dögum. Ég hélt þú værir búinn að gleyma okkur hérna. En þú veist aö þú ert æfinlega kær gestur hjá okkur mæðgunum. Þeir eru okkur ekki kærari aörir. En hvaö þú lítur unglega út, ég held þú sért farinn aö kasta elli- belgnum”. , Hrólfur: “Oh já, 58 ára. Það er nú enginn fjarska belg- ur. En ég er nú líka farinn að líta í kring um mig aftur, mér er fariö aö leiöast einlífið, síöan hún dó konan mín sáluga. En — það þykir nú sumum kannske heldur fljótt fyrir mig, að fara að litast um eftir konu. — En þaö má hver lá mér þaö sem vill — þeir vita ekki hvaö það er, þeir hafa ekki reynt þaö, hvaö það tekur á mann aö vera einn og einmana nótt og dag — og hugsa — og hugsa”. Jófríður: “Oh sussu, sussu, bezti Hrólfur minn. — Ég — get tárfelt yfir því, að heyra þig tala svona. Þaö er svo langt frá því, að það sé of snemt fyrir þig, að fara aö hugsa um aö giftast aftur. Ég er alveg hissa yfir því, aö þú skulir ekki hafa farið að hugsa um það fyrir löngu síöan. — Aö hugsa'til þess, hvað langt er síðan aö konan þín dó, — heilir sex mánuðir. Það veit trúa mín, að það er þó rnargur maöurinn, sein ekki hefir haft eirö í sér aö bíða jafn lengi. Það er nú ekkjan hans Jóns sál., hún Lovísa Frímann — ég var að tala um hana rétt áðan. Það voru ekki liönir þrír mánuðir frá því maðurinn hennar dó, þegar hún giftist aftur. Mér finst nú reyndar það líta ver út

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.