Heimilisblaðið - 01.03.1972, Side 4
búa einmitt á svæði, þar sem górillaaparnir
halda sig, hefur ekki meira en þriðjungur
þeirra, séð górillu bregða fyrir.
Franskur veiðimaður, Compiégne greifi,
sem dvaldi um langt skeið í Mið-Afríu, meðal
annars til þess að veiða górilluapa, tókst að-
eins einu sinni að koma auga á górillaapa,
og þá úr nokkurri fjarlægð. Vísindamaður,
sem dvaldi um tíma í héraði, þar sem gór-
illaapar höfðust við, lofaði verðlaunum, sem
samsvöruðu 800 krónum og var stórfé
á mælikvarða negranna, hverjum þeim
er gæti fært honum górillaskinn. Þetta bar
engan árangur, því þrátt fyrir geysilega fyr-
irhöfn tókst engum að vinna til verðlaun-
anna.
Á síðari árum hefur þekking okkar á þess-
ari merkilegu apategmid stóraukizt, og er
það einkum að þakka miklum rannsóknar-
leiðangrum, sem farnir hafa verið um hin
óþekktu landsvæði Mið-Afríku, til þess að
ijósmynda og kvikmynda.
Jafnvel þótt górillaapinn sé sjaldséður, var
hann þekktur þegar í fornöld af íbúum Mið-
jarðarhafslandanna. Áhöfnin á fönisku skipi,
sem nokkur hmidruð árum fyrir Krist sigldi
til vesturstrandar Afríku, sagði frá því, þeg-
ar hún kom heim, að þeir hefðu séð risa-
vaxna negra, sem hefðu verið loðnir um næst-
um allan líkamaun og til sönnunar sögu sinni
sýndu þeir skinn af einum slíkum risanegra.
Þetta skinn var síðan varðveitt í Róm og
48
HEIMIIjISBLAÐIÐ