Heimilisblaðið - 01.03.1972, Page 20
ræður yfir skóginum og hafinu og himnin-
um, hefur ekki viljað að ég ofmetnaðist af
konungdómi mínum og mínu langa lífi. Þess
vegna lætur hann mig taka á mig gervi lít-
ils bláberjaorms hundraðasta livert ár. I
þessu veika og hlífðarlausa gervi verð ég
að vera heilan dag frá sólarupprás til sólar-
lags. Þá er ég ofurseldur öllum þeim hætt-
um, sem slík smádýr eru undirorpin: fugl
getur hrifsað mig í gogginn, barnið getur
tínt mig á betri og troðið mig undir fótum
sér, svo að ég missi lífið. Dagurinn í gær
var einmitt hamskiptadagur minn. Eg var
tekinn með bláberi og átt.i á hættu að verða
troðhm í sundur, liefðuð þið ekki bjargað
mér, blessuð góðu börnin. Til sólarlags lá
ég ósjálfbjarga í grasinu. Þegar mér var
blásið af borðinu, þá snerist undir mér fót-
urinn og skekktist á mér munnurinn af ótta.
En þegar kvöld var komið og ég tók aftur
mitt eigið gervi, þá fór ég að litast um eftir
ykkur til þess að launa ykkur svo vel sem
ég gat án þess að hræða vkkur. En nú ætla
ég að lána ykkur fugl til að vísa veginn.
Verið þið sæl, börnin góð. Iíafið þökk fyrir
brjóstgæðin. Bláberjakonungurinn mun svna
ykkur að hann er ekki vanþakldátur.1 £
Telpurnar réttu karlinum höndina og
þökkuðu fyrir sig. Þær voru því alls hugar
fegnar, að þær höfðu hlíft bláberjaorminum
daginn áður. Nú ætluðu þær að fara á stað,
en þá sneri sá gamli sér við og lék hæðnis-
bros um hans skakka munn: „Skilið kveðju
minni til hans Björns litla,“ sagði hann,
„og segið honum, að þegar við hittumst næst,
mun i ég éta hann upp til agna.“
„Æ, það máttu ekki gera, herra bláberja-
ormur,“ sögðu báðar telpurnar óttaslegnar.
„Jæja, ég skal fyrirgefa honum ykkar
vegna,“ sagði karlinn. „Eg er ekki hefni-
gjarn. En skilið þið kveðju til Björs litla
og segið honum að hann eigi líka von á gjöf.
Verið þið sælar.“
Þær tóku nú ber sín og hlupu inn í skóg-
inn á eftir fuglinum og var þeim nú létt í
geði. Innan skamms tók skógurinn að gisna
og þær furðuðu sig á, hvað þær höfðu get-
að farið krókótt daginn áður.
Þar urðu heldur fagnaðarfundir, þegar
þær komu heim. Allir höfðu beðið eftir þeim
og leitað að þeim. Fullorðnu systurinni hafði
ekki komið dúr á auga. II ún hélt að varg-
ar liefðu grandað litlu systrunum. Björn
litli kom á móti þeim með lcörfu og kallaði:
„Ivomið þið og sjáið þið. Hér er sending
til ykkar. .Gamall maður kom með það til
ykkar rétt áðan.“
Þær opnuðu nú körfuna. Þar lágu tvö
dásamleg armbönd með lieiðbláum gimstehi-
um, sem voru eins og þroskuð bláber í lög-
un. Þar á var ritað: „Drep þú ekki varn-
arlausa, Björn litli.“ Björn skammaðist sín.
ITann skyldi sneiðina, en hann sá að sá gamli
hafði hefnt sín með þeim hætti, sem góð-
um mönnum er títt. En bláberjakóngurinn
hafði líka hugsað fyrir fullorðnu systurinni.
Þegar hún fór að bera miðdegismatinn á
borð, þá stóðu þar tólf körfur fullar af
skínandi fallegum bláberjum. Nú var ærinn
starfi fyrir liendi að svkra þau og koma
þeim fyrir til geymslu.
Við getum farið þangað til að hjálpa, ef
þú vilt. Við fáum þá sjálfsagt berjabragð.
Því að þau hafa víst eigi lokið starfinu enn.
Þetta var ekkert smáræði.
Zacharias Topelms.
Einu sinni var vel klæddur Jóti á gangi,
en af því að hann hafði fengið sér heldur
mikið „neðan í því“, lagði hann sig fyrir
og sofnaði. Meðan Jótinn svaf, bar þar að
annan ferðamann. Ilann sá, að Jótinn var
í nýjUm og fallegum sokkum, og með því
að hans sokkar voru orðnir gamlir og gat-
slitnir, notaði hann sér tækifærið, hafði
sokkaskipti við Jótann og hélt svo áfram
leiðar sinnar. Þegar Jótinn liafði sofið úr
sér vímuna, kemur að honum maður akandi
í vagni og kallar til hans að standa upp,
eða hann aki yfir fæturnar á honum. Jót-
inn leit á fætur sér, en er hann sá, að hann
var koininn í gráa og karbætta boli í stað
nýju sokkanna, verður hann hinn rólegasti,
leggst útaf aftur og segir: „Aktu áfram,
maður minn, ég á ekkert í þessum fótum.“
A: Nú verður þú að borga mér þessar
10 krónur, sem ég á hjá þér; peningar eru
tvígildir í þessum hörðu árum.
B: Já, það er satt! Hérna eru þá 5 kr.
og svo er skuld minni eftir því lokið.
64
HEIMILISBLAÐIÐ