Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 20
14 Zacharias Topelius:
sitt; hann lypti hœgt upp höfðinu, snuggaði sig,
rjetti úr löppunum,sem voru farnar að dofnaundan
böndunum, og virtist vera hik á honum, hvað
gjöra skyldi. Síðan reis hann erfiðlega upp af
sleðanum, leit með vandræðasvip á ljósin í kring
um sig, reikaði nokkur spor áfram, andvarpaði
þungan, og lagðist síðan grafkyrr fyrir framan fæt-
ur konungs. f>egar menn gættu betur að, var hann
dauður, og lárviðarsveig þann, er konungur hafði
skilað honum aptur, hafði hann látið falla á
gólfið frammi fyrir konungi.
Atburður þessi var að vísu mjög svo eðlilegur og
skiljanlegur þeim, er verið höfðu á veiðunum, en
þessi kynlegu leikslok bar þó svo snöggt að, að
mörgum þótti það undrum sæta, og töldu það fyrir-
boða stórtíðinda; en konung setti hljóðan. — Her-
toginn gjörði skop að þeim, er flúið höfðu á dyr,
og bað þá nú koma inn aptur, og skyldi þeir eigi
óttast Bangsa. þusti þá mannfjöldinn aptur inn
í salinn með ópi og gleðilátum, og þóttust hafa
konung úr helju heimtan. Lyptu þeir honum upp
á axlir sjer, — en það kalla Svíar að »bera mann
á gullstól« — og hærra og hærra gullu fagnaðar-
ópin. — »Vín! Iíomið þið með vín! »hrópaði her-
toginn; en Díana, þ. e. Valborg Eiríksdóttir, rjetti
konungi silfurbikar, fullan af víni; en um leið og
hún rjetti honum hann, hvíslaði hertoginn að kon-
ungi, svo hátt, að þeir er næstir stóðu, heyrðu það
glöggt: »Díana leyfir sjer í dýpstu undirgefni að
mælast til, að yðar hátign náðarsamlega mætti
þóknast að gefa henni einn koss«. — Undir eins
Iyptu ótal hendur stúlkunni upp jafnhátt konungi.