Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 176
170 J>orval(lur Thoroddsen:
22,830 □ mílur, og fólkstalan að eins tœpar 2
miljónii'.
Eyjunum er, eins og alkunnugt er, vanalega skipt
í 2 aðalfiokka: nálægari eyjar og fjarlægari eyjar,
og er þá miðað mið Astrallandið.
Til hinna nálægari teljast: Nýja-Guinea (14,673
□ mílur, $ milj. íbúar), Louisiade-eyjar, Nýja-
Bretland, Nýja-írland, Salómonseyjar, Nýju-IIebri-
des, Nýja-Caledonía, Yíti- eða Pidschi-eyjar, Norfolk
og Nýja-Sjáland (4,958 □ mílur, £ milj. ibúar).
I fjarlægari eyjunum eru þessar helztar: Palau-
eyjar, Maríaneyjar, Karolíneyjar, Marchalleyjar;
þcssar eyjar eru einu nafni kallaðar Míkrónesía;
suður og austur af þeim eru Samóa-eyjar, Vináttu-
eyjar (Tonga), Markesas-eyjar, Ejelagseyjar (Tahiti),
Lágeyjar (Paumotu) og Cooks-eyjar. jbessar eyjar
eru einu nafni nefndar Polynesía. Langt norður í
hafi ( 20° n. br.) eru Sandwichs-eyjar (Havai), og
Páskaey (Rapanui) er mitt á milli Lágeyja og Suð-
ur-Ameríku.
Stundum er Suðurhafseyjum skipt eptir þjóðum
í þrennt: L Melanesía; þar til teljast allar ná-
lægari eyjar, nema Nýja-Sjáland; þar búa Papúar.
2. Polynesía; þar telst Nýja-Sjáland undir, ásamt
eyjurn þeim, er fyr voru nefndar; þar búaPolynesíar.
3. Míkrónesía ; þar býr blendingur af báðum hinum
fyrnefndu þjóðflokkum.
Nálægari eyjar eru flestar meir eða minna eld-
brunnar, og þó Nýja-Sjáland rnest; þar eru stór
og mörg eldfjöll, hverir og laugar, einkum á norð-
ureynni. Allar eru eyjar þessar mjög hálendar;
náttúran er þar mjög margbreytileg, og dýra- og