Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 120
114
A. Ingerslev:
hann og tr'eystu honum til þess að yíirstíga hverja
þraut og hera sigur úr býtum. það var því allur
annar andi í liði Yespasíanusar, en í liði Jó-
sefusar.
Jósefus hafði eigi betra taumhald á liðsmönnum
sínum en það, að þeir fiýðu hópum saman undan
merkjum, er þeir frjettu, að Vespasíanus stefndi til
Galíleu með 60,000 manna, og það löngu áður en
sást til nokkurra óvina. Jósefus ljet því síga und-
an með þá, sem eptir urðu, og spurðist fyrir í
Jerúsalem um það, hvort hann ætti að rcyna samn-
iuga við óvinina eða leggja til orustu, og, ef svo
væri, kvaðst hann þurla að fá liðsauka.
Rómverjum var lítil mótstaða veitt, og voru þeirra
atfarir ófagrar. Jósefus beið þeirra í borg þeirri, er
hjet Jótapata í Galíleu; þar var hið bezta vígi, og
er borgin byggð á háutn kletti, líkt og margar aðrar
borgir í Galíleu. Eigi er þar gengt að, nema að
norðanverðu ; þar er jafn halli upp að ganga, en
þeim meginn var múr og háir turnar. Gyðingar
vörðust af hinni mestu hreysti, og varð Róntverjum
lítið ágengt með vígvjolum sínum. En hreysti Gyð-
inga kom að litlu haldi, þvi að eigi varð náð í vatn
í borginni, svo að fyrir var að sjá, að brátt mundi
þrjóta vörnin. þegar Jósefus sá fyrir, að borgin
yrði eigi varin, og lííi hans var hætta búin, að því
er hann sjálfur segir, þá kom það til tals milli
hans og helztu manna borgarinuar, að ílýja burtu.
En erþað kvisaðist umbæinn, þusti allur lýðurinn
til hans og grátbændi hann um, að láta það ógjört.
Menn sýndu Jósefusi fram á, að honum sæmdi
hvorki að flýja fyrir óvinunum, nje að bregðast svo