Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 259
StjórnarskráiTof Napóleons III. 253
um að endurnýja í lagasniði ríkisþingssamþykt frá
1848, er veitti forseta ríkisþingsins lieimild til, að
kalla saman svo nmrga vopnfæra menn, sern þurfa
þætti til varnar þinginu og láta boð iit ganga til
sjerhvers liðsforingja í bænum, er þeir urðu að
hlíta. Tillaga þessi miðaði eingöngu til þess, að
stjórnin gæti eigi beitt ofbeldi við ríkisþingið; en
Loðvík Napóleon, sem nú var einráðinn í, hvað
gera skyldi, ætlaði sjer afdráttarlaust að beita her-
Valdi við ríkisþingið, ef tillagan yrði samþykkt. En
vinstri menn voru blindir af tortryggni við mót-
Btöðumenn sína og sáu því eigi, að tillagan var í
þágu alls ríkisþingsins ; þeir voru hræddir um, að
hægrimenn ætluðu sjer að neyta hennar til þess, að
koma ár sinni betur fyrir borð, og var tillagan felld
(17. nóv.) að miklu leyti af þeirra völdum.
Meðan sundurlyndi og innbyrðis þras þannig óx
ineir og meir á þingiuu, og það hafði nær því gleymt
hættunni, sem yfir þvi vofði, herti Loðvík Napó-
leon snöruna enn meir að hálsi þeim. Iíann ljet
Mla hina æðri liðsmannaforingja yfir setuliðinu í
Larís, er hann þóttist eigi mega treysta, fara frá, og
lók í þeirra stað aðra, sem hann gat liaft eptir
vdd sinni, og gaf þeim opt 1 skyn, bæði í ræðum og
a einmæli, að eitthvað væri í bruggi, og að þeir
yvðu að vera reiðubúnir til að hlýða orðalaust, þeg-
ar tími væri til kominn. Einkum gerðu menn sjer
^ar um, að berja þessari fortakslausu hlýðni inn í
tilldirliðsmannaforingjana og liðsmenn sjálfa. þeim
^ar þráfaldlega sýnt og sanuað, að sá, sem gerði
i)aA sem honum væri skipað, ætti ekki að ábyrgj-
asli hvort skipunin væri lögmæt, heidur sá, sain