Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 159
Um vatnið.
153
part af því vatni, sem fer úr líkamanum með saur-
indunum. Yjer skulum eigi fara lijer nákvæmar
út í andardráttinn, en að eins taka það fram, að
auk þess, að loptið, sem andað er frá sjer, er súr-
efnisminna og auðugra að kolasýru, en það sem
maður dregur að sjer, þá er einnig mismunur á
því að því leyti, að hið fyrnefnda hefir í sjerfólgna
miklum mun meiri vatnsgufu, en hið síðarnefnda.
þessi vatnsgufa kemur frá munninum, er ávallt er
rakur, og lungunum, sem ávallt eru heitai'i (hjer
um bil 3°) en loptið, og þegar andbert er, þá staf-
ar það af þessum hitamun. f>að sem vjer sjáum,
þegar andbert er, er vatnsgufan, sem lopt það, er
vjer öndum frá oss, hefir í sjer fólgna, og sem þjett-
ist, er hún kemur í hið kalda lopt, og verður sýni-
leg. Að það sje eigi neitt smáræði af vatnsgufu, er
þaniiig gufar upp, má sjá á því, að á fullorðnum
manni gufar frá hörundinu og með andardrættin-
um 2-J- pd á hverjum sólarhring, og með þvag-
inu og saurindunum fer frá honum 3^ pd á sól-
arhringnum.
Ef maður leggur nú fyrir sig þá spurningu, hvað
verði af öllu þessu vatni, sem þannig gufar upp
frá liafinu, jörðunni, dýrum og jurtum , þá verður
svarið: það kemur að mestu leyti aptur til jarð-
arinnar á þann hátt, að því rignir niður; þegar guf-
an dreifist út í loptið, þá líður eigi á löngu, þangað
til hún þjettist aptur, og verður annaðhvort að dögg
eða skýjum. DöggVnyndunin er einföldust, og verð-
ur hrm á þann liátt, sem nú skal greina. ]pegar
sólin að kvöldi dags er gengin undir, þá kólnar
jörðin og þeir hlutir, sem á hcnni eru, með því að