Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 187
181
Um SuiWhafseyjar.
ur fleyghans! Iíefir maðurinn þá ekki átt neina
móður?» þjóðflokkar þeir, sem húa í Mikrónesíu, eru
skyldir Polynesíum, en þó nokkuð frábrugðnir að
útliti, siðum og háttum.
Tungumál þjóðanna á Suðurhafseyjum eru ná-
skyld tungum Malaja, þó orðin sjeu flest ólík.
Allar þær mállýzkur, er menn tala á eyjum þessum,
eru náskyldar; og þó að fjarlægðin sje svo geysi-
mikil milli eyjaflokkanna, þá geta eyjaskeggjar mjög
fljótt gert sig skiljanlega hver við annan, er þeir
hittast. Maður frá Hawai getur þannig eptir
nokkrar klukkustundir talað flest, er hann vill, við
eyjarskeggja á Nýja-Sjálandi, og eru þó meira en
800 mílur á milli eða viðlíka langt og frá íslandi
suður til Vesturheimseyja eða suður f Senegambíu
1 Afríku. Polynesíumálin eru opt einkennilega
hljómfögur ; samhljóðendur eru fáir (í Tahitimálinu
10, í Hawaimálinu 7), og í hverri samstöfu er aldrei
rneir en einn samhljóðandi og raddstafur á eptir,
eða raddstafurinn einsamall; samhljóðandi er aldrei
f enda orðs. Orðin hafa engar beygingar; sama
orðið er haft fyrir nafnorð, sögn, greini, atviksorð,
o. s. frv., og þær málbreytingar, sem vjer gerum
með beygingum, eru þar gerðar með setningu orð-
anna og niðurröðun. þegar kristniboðar fóru að
snua heilagri ritningu á mál þessi, urðu þeir að búa
marga nýgjörfinga, og notuðu til þess ensk og
grísk orð; en vegna eðlis málanna urðu orð þessi
því nær ókennileg. Sumstaðar urðu á stuttum
tíma allmiklar breytingar á málinu, því það var víða
siður, er höfðingjar dóu, að láta söknuð sinn í ljósi
með því að gera ýms orð útlæg úr málinu og mynda