Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 276
270 N. Neergaard:
þannig vígið. Hver maður vissi, að það var dauða-
sök, er þeir þar gerðu, og hvernig lykta mundi,
var ekkert efamál. Pyrst framan af voru þeir
vopnlausir, og jafnvel eptir að þeir voru búnir að
taka hjer um bil 20 byssur af þeim varðsveitum,
er nœstar voru; var ástandið þá mjög ískyggilegt,
því allur borgarhlutinn var umgirtur af hersveit-
um, sem að öllu samanlögðu voru margar þúsundir
manna. Lýðurinn hafði enn eigi snúizt til liðs við
þá, og nú mátti sjá þrjár hersveitir á götuendanum,
er nálguðust hægt og hægt vígið. Yígismenn
vissu fyrir víst, að þeir urðu að yfirbugast af ofur-
efiinu, en þoir ljetu glaðir líf sitt í þeirri von, að
dauði þeirra mundi brýna aðra til bardaga.
Átta þingmenn, er við voru, stigu nú upp á víg-
ið, og er þeir höfðu bannað sínum mönnum að skjóta,
áður hormeDnirnir hefðu skotið, sneru þeir að her-
mönnunum og báðu þá með bendingum að nema
staðar, en þeir hjeldu áfram liorgöngunni. þingmenn
gengu þá á móti þeim 7 að tölu, allir vopnlausir,
og höfðu um sig miðja einkennislinda þann, er
táknaði stöðu þeirra. Hermennirnir námu ósjálf-
rátt staðar og sló í dauðaþögn. jpá tók einn af
þingmönnunum, Schoelcher, til máls og sagði: »Vjer
erum fulltrúar þjóðarinnar, og í nafni stjórnar-
skrárinnar heimtum vjer fulltingi yðar til að láta
menn hlýðnast lögunum; gangið í lið með oss, þv1
að hjer liggur við sómi yðar«.
Liðsforinginn tók fram í fyrir honum og mælti:
»þ>egið þjer! Jeg vil eigi heyra til yðar. Jeg hlýði
yfirmanni mínum og á að gjöra það sem mjer
er boðið. Hörfið aptur, eða eg læt skjóta á yður«-