Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 127
Eyðing Jcrúaalcmsborgar. 121
Sjálft musterið var hið öflugasta vígi, og stóð kast-
alinn Antónía rjett fyrir norðan það. Jerúsalem
var því eigi auðsótt; á þrjtl vegu var hún sjtílf-
varin af náttúrunni, og að norðanverðu tók hver
múrinn við af öðrum, og þó að þeir yrðu eigi varðir,
þurfti vörnin eigi að þrjóta frá varnarvirkjunum á
Zíons- og Móríuhœð.
Títus var eigi vonlaus um, að Jerúsalem mundi
gefast upp varnarlaust, því að hann hafði heyrt,
að margir borgarmenn þráðu frið, og hinir voru
mjög svo sundurþykkir sín á milli; en honum varð
eigi að þessari von sinni. Háskinn, sem yfir vofði,
sefaði um stund rósturnar i borginni, og menn
bjuggust kappsamlega til varnar, konur eigi síður
en karlar, að því er rórnverskur sagnaritari segir
frá. Jín eigi var samlyndið betra en það, að í hvert
skipti er hlje varð á aðsókn Rómverja, hófust
rósturnar á nýjan leik milli sjálfra borgarmanna.
jpegar Títus var setztur að fyrir utan borgina,
tók hann sig upp með 600 riddara, til þess að sjá,
hvar yzti múrinn vœri veikastur fyrir. Gyðingar lágu
í leyni bak við rnúrinn, og höfðu kyrrt um sig,
þangað til Títus var kominn fast að múrnum, og
þustu svo skyndilega að honum út um eitt hliðið,
að sveit hans tvístraðist, og hann sjálfur lenti í
herkví einn síns liðs. En með hreysti sinni og ham-
ingju gat hann rofið hringinn, og komizt óskaddur til
sinna manna. Gyðingar þóttust eiga miklum sigri
að hrósa; en þó að þeir gætu orðið Rómverjum
skeinuhættir í smáorustum, þá var það þýðingar-
laust, því að hve nær sem mcginher Rómverja varð
fyrir þeim, urðu þeir að hörfa aptur inn fyrir