Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 28
22 Veðurspárnar.
En þegar liðin var svo sem hálf klukkustund,
fór allt í einu að syrta í lopti, og áður en nokk-
urn varði, skall á slíkt fárviðri, að enginn maður
þóttist muna þvílíkt. Eennvotur og gagndrepa inn
að skinni varð konungur að flýja inn í kot eitt, til
að fá skjól fyrir óveðrinu; allir vegir urðu svo að
segja ófærir fyrir vatni, og svo varð konungur í
tilbót að ríða langa leið yfir mýrlendi og foræði,
áður hann fyndi hreysi það, er hann þó loks flýði
inn í. Hið fyrsta, sem honum kom í hug, þegar
hann var búinn að sjá sjer nokkurn veginn borgið
fyrir óveðrinu, var það, að kolakarlinn hefði spáð
rjett, og í því gat hann sízt skilið. Undir eins og
hann daginn eptir var kominn heim aptur úr þess-
ari hrakningsför, gjörði hann því kolakarlinum orð
og bauð honum tafarlaust að koma til konungs-
hallarinnar og finna sig að máli. — »Hvað heitirðu?«
spurði hann bónda, mjög lítillátlega. — »Mikael
Carlier, yðar hátign«. — »Segðu mjer eitt, Carlier«,
sagði konungur, »hvernig gazt þú svona fyrir vfst
sagt, hann mundi skella á með óveður, og það
þó að himininn væri rjett áður alveg heiður og
hvergi sæist skýhnoðri ? Hvernig hefir þú lært spá-
sagnarlistina?« — »|>jer verðið að fyrirgefa, yðar
hátign« — svaraði bóndinn. »Jeg hef ekkert lært,
hvorki að vera spámaður, nje heldur að lesa eða
skrifa; en það er spámaður á heimilinu hjá mjer«.
— »Hver er hann? Hann verður að ganga í mína
þjónustu; eg skal launa hann konunglega« sagði
konungur. — »Og ekki held jeg nú að honum muni
leika hugur á því, yðar hátign«, svaraði bóndi. —
»Og því ekki það?« spurði konungur. — »Ju, yðar