Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 209
Um Suflurliafseyjar.
203
þar sem Burópumerm taka sjer bústaði innan um
hálfvilltar þjóðir, að villimenn líða undir lok á
skömmum tíma. Hið sama kemur fram alstaðar
í náttúrunni, að öflugri og kjarkmeiri tegundir dýra
og jurta bera hinar ofurliða, sem veikari eru fyrir.
jpegar nýjar tegundir dýra og jurta flytjast til eyja,
sem um langan aldur hafa eigi haft samgöngur við
önnur lönd, hverfa hinar þarlendu tegundir smátt
og smátt, af því þær tegundir, sem eru algengar
um stór lönd eða heilar heimsálfur, eru þróttmeiri og
vanari við að þola alls konar umskipti og tilbreyt-
ingar, eiga hægra með að nota þá næringu, sem til
er, en hiuar, sem engum slíkum umskiptum liafa
orðið fyrir í ótal liðu, og útrýma þeim svo gersam-
lega. A eynni St. Helenu, sem liggur vestur af
Afríku mitt út í reginliafi, var fyrrum, þegar hún
fannst, einkenr.ilegur jurtagróður; nú vaxa þar 746
tegundir blómjurta, en af þeim eru að eins 52 inn-
lendar, hinar allar aðkomuar, flestar frá Bnglandi.
A Nýja-Sjálandi er allur jarðargróður að breytast
síðan farið var að rækta landið, og dýralífið breyt-
ist líka; sjerstök rottutegund, sem þar var, er nú
útdauð, en ensk rotta komin í staðinn; húsflugur
þar eru nú að liverfa fyrir gluggaflugum frá Európu;
smárinn útrýmir burknanum; og loks hverfa Maór-
íar líklega innan skamms fyrir hinum hvítu mönn-
um.
Til þess að menn geti fengið nokkra hugmynd
um hvernig hagar til á Suðurhafseyjum, set eg hjer
kafla úr ferðasögu eptir liinn mikla náttúrufræðing
Charles Darwin, sem lýsir svo snilldarlega Tahiti,
að allir liafa dázt að. Darwin ferðaðist uinhverfis