Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 60
54
Edmondo de Amicis:
hver særist stórkostlega, og jafnvel ekki heldur
þótt nautvígamaður hnígi niður örendur. í skjal-
inu, sem segir frá tilhögun leiksins, stendur, að ef
einhver falli, skuli annar koma þegar í hans
stað.
Stundum ráðast nautin ekki á mennina, og eru
svo rög, að þau standa kyr móti nautvígariddurun-
um og flýja að vörmu spori. Sum ráðast að eins
einu sinni á þá, og sum eru svo deig, að þau
hirða ekkert um ertingarnar, heldur láta nautvíga-
riddarana koma til sín og reka kesjurnar í háls-
inn á sjer, ganga svo aptur á bak og hrista höf-
uðið, eins og þau vildu segja: »Jeg vil ekki«; flýja
síðan, og snúa sjer svo allt í einu við og horfa
forviða á þá, sem ofsækja þau, eins og þau vildu
spyrja: »Hvað viljið þjer mjer? Hvað hefi jeg gert
ykkur? Hvers vegna viljið þið drepa mig«?
þá dynur bölvið og ragnið frá manngrúanum yfir
hið raga naut, yfir forstöðumann leikhússins,
yfir nautvígamennina, og smám saman fara allh'
loksins að kalla til borgmeistarans: »Tundur-örvar«.
þessar tundurörvar eru til þess að trylla nautin;
á þeim er kveikiefni, sem kviknar á, þegar örvar-
oddurinn kemst inn úr skinninu á nautunum. ]pær
svíða sárið og vekja ákafar kvalir, og þær gagntaka
nautin og espa þau svo mjög, að þau verða óvið-
ráðanleg, þótt þau áður hafi verið mjög rög og
bragðlaus. En borgmeistarinn þarf að samþykkja,
að tundurörvum sje beitt, og hiki hann við að
leyfa það, þá standa allir áhorfendurnir upp og
veifa að honum vasaklútum, til þess eins og að
heimta leyfið. Klútarnir líta allir saman út einð