Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 156
150 Karl M. Meyer:
ama verður minni, því kaldari sem þeir verða, þá
fer þvert á móti minnst fyrir vatninu, er það er 4°
stiga heitt, en þenst iit, er það er hitað upp yfir 4
stig eða kælt ofan úr 4 stigum. það þenst þá út,
er það verður að föstum líkama, þ. e. frýs. þetta
hafa menn sannað með því, að fylla sprengikúlu af
vatni, loka opinix mjög vel, og láta hana síðan út
í mikið frost; hefir þá sprengikúlan sprungið, og
er það ljós sönnun þoss, með hvílíku afli vatnið
þenst iit, þegar það frýs. Allir hafa tekið eptir því,
að ísinn flýtur á vatninu (en að skýra frá, hvernig
það er nauðsynleg afleiðing af útþenslunni, yrði
hjer of langt mál). Hefir þetta mjög mikla þýð-
ingu, því þar eð vatnið á vetrnm kólnar á yfirborð-
inu, þá mundi ísinn sökkva jafnóðum og hann
myndaðist, og af því leiddi það, að jafnvel djúp
vötn og stór mundu frjósa til botns á skömmum
tíma, og allt lifandi, sem í þeim væri, deyja. Bn
í þess stað ver.ísinn í raun rjettri vatnið áhrifum
hins kaldara lopts, og hamlar þannig því, að það
botnfrjósi.
Sá eiginlegleiki vatnsins, að það uppleysir önnur
efni, bæði föst efni, vökva og loptkennd efni, er
mjög þýðingarmikill. jpað er alkunnugt xír daglegu
lífi, að vatnið getur uppleyst ýms efni, og það er
einnig kunnugt, að það er eigi jafnauðvelt að upp-
leysa öll efni. Til dæmis má taka það, að eigi er
hægt að uppleysa 1 pd at gipsi í minna en 500 pd
af vatni, en f pd af sykri þar á móti í -J pd af
vatni. það er einnig kunnugt, að föst efni upp-
leysast því auðvoldara því heitara sem vatnið er; það