Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 171
Um vatnið.
165
menn tilfært það, að hin sama steintegund sje í
klettunumí Noregiog Svíþjóð, einsogíhnullungsgrjót-
inu í Danmörku; enn fremur hafa menn fundið rákir
þær, er myndaRt þá er skriðjökull rennur fram, í
klettunum í þessum löndum, og þessar rákir liggja
flestar í stefnuna suður á við til Danmerkur; þar
við bætist, að í leirnum í Danmörku hafir fundizt
steinrunnin kræklingstegund, sem ckki getur lifað
annarstaðar en í Norður-lshafinu. I norðurhluta
þýzkalands hafa menn einnig þótzt finna merki
þessa skriðjökuls. Ef þessi vitskýring er rjett, er
auðsætt, live feykimiklu ísinn getur afkastað.
Hvað viðvíkur verkunum vatnsins í vökvamynd
sinni, þá skulum vjer fyrst taka þær verkanir til
íhugunar, er líkjast mest áhrifum íssins. það er
þá einkum hafið og árnar, sem mest her á, bæði
sem skapandi og eyðandi afli.
Auk þess, að árnar leysa upp ýms efni úr farveg-
um sínum, þá rífa þær einnig ýmislegt iir jarðveg-
inum og flytja með sjer. Fyrir þessu verða eink-
anlega þær jarðtegundir, er lausar eru í sjer, t. d.
leir; en þær geta einnig unnið á klettunum, þegar
orðið er stökkt í þeim af elli. því straumharðari
sem áin er, því stærri stykki getur hún rifið með
sjer, og því lengra kemst hún með þau. f>ar eð ár
°ru optast nær straumharðastar nálægt upptökun-
um, og verða æ straum-minni, því nær sem dregur
ármynninu, þá leiðir af því, að hinir stærstu stein-
ar nema fyrst staðar og síðan hinir minni, og
loks er það að eins sandurinn, sem áin getur flutt
með sjer. f>ó að nokkrar ár sjeu svo stríðar, að