Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 23
17
Ljónið vaknar.
arklukkan tólf, og Piper greifi stóð upp, en kon-
ungur bað hann sitja kyrran og láta skáldið ljúka
kvæði sínu,
Bitt glymjandi fagnaðaróp — hið síðasta —
hljómaði, þegar skáldið hafði lokið kvæði sínu.
Bn þá stóð Karl konungur snögglega upp úr sæti
sínu, litaðist alvarlega um meðal manna sinna, og
mælti síðan við Piper greifa:
»Herra greifi! Eg hafði heitið vinuni mínum, að
skemmta þeim í dag. Dagurinn er nú liðinn, og
eg er viðbúinn að hlýða á orð yðar. Mönnum
þeim, er hjer eru, er óhætt að treysta, og bið eg
yður þyf að segja frjálslega og í heyranda hljóði,
hvaða tíðindi þjer hafið að flytja mjer«.
“Yðar hátign«, mælti Piper greifi, lítið eitt hik-
ar>di. »Danir halda áfram yfirgangi sínum. Holt-
setaland er í hers höndum, og Tönningen getur
varla lengur varizt. Ófriðurinn er óumflýjan-
legur,,.
“Haldið þjer áfram,,, svaraði konungur og leit
snögglega til hertogans, en hann skipti litum.
Pjetur czar dregur liðsafla, 100,000 manna, saman
Vlð landamæri Ingermanlands, og eg hefi áreiðan-
legar fregnir um, að hann hefir gjört samning við
konungana í Danmörk og á Póllandi um, að ná
undan Svíþjóðu Eystrasaltslöndunum. Ófriðurinn
er ðumflýjanlegur,,.
“Haldið þjer áfram«, mælti konungur, og greip
eins og í fáti hendinni um silfurbikar, er á borð-
lnu stðð hjá honum, fullur af rauðu spönsku
víni.