Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 38
32
Mark Twain:
á svipinn, að sumir af þeim, sem í vitorðinu voru,
urðu hrœddir um, að liann hefði ekki tekið það rjett í
höfuðið, að þetta væri allt gjört í gamni. |>að var
steinþögn í salnum; því undir eins og nokkur
bærði á sjer, hrópaði Roop hátt og alvarlega:
»f>ögn fyrir rjettinum!«, og þjónar hans höfðu
undir eins upp aptur þessa skipun hans.
Rjett í þessu tróðst hershöfðingi Buncombe gegn
um mannþröngina, er saman var komin til að
hlýða á rjettarhaldið; hann rogaðist með allra-
mesta fjölda af lagabókum, og hjartað hoppaði í
honum af ánægju, þegar gjörðardómarinn hátt og
snjallt gaf þá skipan, er í fyrsta sinn kunngjörði
opinberlega tign hans; hann sagði nefnilega svo
hátt, að kvað við í salnum:
»f>okið fyrir málsvara Bandaríkjanna«.
Vitnin voru nú kölluð fram, hvert á fætur öðru;
— það voru rnenn úr löggjafarþinginu, hátt settir
embættismenn, bændur, gullnemar, Iudíanar, Kín-
verjar og Svertingjar. — f>rem fjórðu pörtum af
þessum vitnum hafði verjandi, Morgan, látið stefna
fyrir rjettinn; en hvernig sem á þvi stóð, þá fór
allt af vitnisburður þeirra svo, að hann varð miklu
fremur til þess að styðja málstað kærandans,
'Hydes. Framburður allra vitnanna studdi mjög
þá skoðun, að það væri hrein fásinna að ímynda
sjer, að nokkur maður gæti slegið eign sinni á jörð
annars manns, af þeirri ástæðu einni, að hans jörð
hefði hrapað eða runnið ofan á eign hins. Mál-
færslumenn Morgans hjeldu þar á eptir tölur sínar,
en ljetu mjög lítið til sín taka, og kvað lítið að
ræðum þoirra. — Yfir höfuð leit út fyrir, að lítið