Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 181
175
Um Suðurhafseyjar.
oins og hveitibrauð. Trje þetta er 40—50 feta hátt,
laufmikið og digurt; trje þetta gefur svo mikið af
sjer, að ávextirnir af þremur trjám er nægilegur
ársforði fyrir fullorðinn mann. jpegar barn fæðist
er viða siður að gróðursetja eitc brauðaldinatrje.
f>að sjest af þessu, að inenn þurfa hjer eigi að hafa
mikið fyrir lífinu, ef þeir lifa sparlega. A eyjum
þessum vex og fjöldi af öðrum ætum jurtum og má
t. d. nefna yams (Dioscorca, alata), taró (Golarasia),
batatas (Ipomöa batatas) og margar fleiri. Ur
bastinu á pappírmórberjatrjenu (Broussonctia) gjöra
menn sjer klæðnað og fjöldi fæst þar af alls konar
litunarjurtum. Víða á eyjunum vex Kawajurtin
(Pipcr mcthysticum)', úr róturn liennar gera menn
mjög áfengan drykk; þó er nú farin að minnka
brúkun þessarar jurtar, síðan brennivín fór að ílytj-
ast. A hærri eyjuuum vaxa margs konar liarðar
og mjúkar trjátegundir, sem eru notaðar á ýmsan
hátt; börkurinn af sumum er t. d. notaður til lit-
unar og til meðala. Nú er víða farið að rækta að-
fluttar jurtir nytsamar, t. d. viðarull, sykurreyr,
kafíi, kakaó, vanilje, sítrónur, og margt íleira.
Dýralífinu er líkt varið og jurtalífinu; það er mest
og fjölskrúðugast vestan til, einkum hvað landdýr
snertir. Spendýr eru örfá'á fjarlægari eyjunum, að
eins fáeinar mýs og leðurblökur, og engin tamin
spendýr, nema svínið og hundurinn. A nálægari
eyjunum, einkum þó á Nýju-Guíneu, er talsvert af
pokadýrum, líkum þeim, sem lifa á Astral-landinu;
þar og á eyjunum fyrir sunnan haua eru fuglar
margir og skrautlegir, t. d. paradísarfuglar, páfa-
gaukar o. ii.; austur í Polynesíu er miklu færra af