Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 280
274 N. Nccrgaard :
vopn í höndum eða rjetti hönd til að hlaða strcc'.avígi,
eða verja þau, skyldi tafarlaust skotinn.
Seint um kvöldið var skotið á herstjórafundi í
höll forsetans. Morny var sá, er talaði djarfast,
og kvaðst óánœgður yfir því, að hersveitirnar væru
of dreift um borgina, og kvað hann hætt við, að
uppreistarmenn gætu fengið hermenn á sitt mál,
og óhjákvæmilegt, að þær biðu ósigur við og við,
en það gerði þá hugdeigari. Tillaga hans var sú,
að draga hersveitirnar saman í stóra herflokka,
veita þeim vel, og láta þá vera iðjulausa, en strang-
lega skilda frá lýðnum. Hann rjeð til að láta lýð-
veidismenn hlutiausa til hádegis daginn eptir, því að
því fleiri strætavígi, er þeir reistu, og því meira
sem þeir drægju sig saman til mótstöðu, þvi
hægra væri að vinna þá með einni orustu. Eptir
hádegi skyldu hersveitirnar ganga fram, umkringja
þá borgarhluta, er strætavígi væru reist í, taka
stræti eptir stræti, og draga hringinn æ þrengri
og þrengri um þá, er enn væru vopnaðir, unz allur
mótþrói væri bældur niður. Menn fjellust á þessa
aðferð, og var þegar tekið að safna hersveitunuiu
saman.
4. desember.
það var öllum ljóst, að á þeim degi mundi skríða
til skarar.
þ>að var asi á mönnum þegarmeð morgunsárinU-
Forvígismenn orustunnar höfðu valið hin mj°u
stræti, er lágu norðan frá »les Boulevards» °S
suður að Signu til aðalviðnámsstöðva, og alla°
morguninn og fyrri hluta dags reis upp hvert stræta-