Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 150
144
Perlan frá Tóledó.
viðar ? Hver getur sagt mjer, hvort er hið fegursta
trje í skógi, hvort heldur olíuviðuriun eða mandel-
trjeð? Hver getur sagt mjer, hvorir eru meiri
hreystimenn, Valensíumenn eða Andalúsíubyggjar ?
Hver getur sagt mjer, hver er fegurst kvenna?—Jeg
get sagt þjer, hver er fegurst kvenna ; það er Aróra
de Vargas, perlan frá Tóledó.
Túzani svarti heimti kesju sína, hann heimti
skjöld sinn : kesjuna, hana hefir hann í hœgri hönd-
inni; skjöldinn ber hann um öxl sjer. Hann geng-
ur niður í hesthús sitt; hann á þar 40 hryssur;
hann skoðar þær allar, liverja af annari. Hann
segir : «Bera er sterkust; á hennar hreiðu lcnd hofi
jeg á burt með mjer perluna frá Tóledó; eða, heyri
það allar helgar kindir!, að öðrum kosti mun enginn
líta mig augum framar í Kordóvu,».
Hann fer af stað, hann ríður mikinn, hann kem-
ur til Tóledó, og hann mætir gamalmenni einu ná-
lægt Zúcatin. »01dungur með hvíta skeggið», mælti
hann; »færðu brjef þetta honum Don Guttiei'e de
Saldana. Bf hann er heldur maður en mús, þá
kemur hann og borst við mig við Almami-lind.
Annarhvor okkar skal eignast porluna frá Tó-
ledó».
Og hinn gamli rnaður tók við brjefinu, liann tók
við því, og hann færði það greifanum frá Saldana,
er hann sat að tafli við perluna frá Tóledó. Greif-
inn las brjefið, hann las hólmgönguboðið, og svo
hart barði hann í borðið, að töflurnar hrukku allar
urn koll. Og hann stendur upp, og heimtar kesju
sína og sinn góða jó; og perlan frá Tóledó stóð
líka upp, titrandi eins og reyr; því húu skildi, að