Iðunn - 01.01.1886, Page 192
186 Jorvaldur Tboroddsen:
Vefnað þekktu þeir eigi, en í stað þess höfðu þeir
viðarbörk og bast. þegar búið var að rýja trjen,
var bastið eða börkurinn bleyttur, síðan fiattur með
keflum og límkenndir jurtavökvar bornir á; sumir
lituðu á dúka þessa marglitar rósir; sumir fljett-
uðu dúka úr smágjörvum rótum og jurtataugum.
það var aðalvinna kvenna, að starfa að klæðagjörð.
A Nýja-Sjálandi fljettuðu menn klæði úr taugum
hörliljunnar (Phormium tenax), og þar höfðu menn
og hundsskinn og fuglaskinn í yfirhafnir.
Aðalfæða Suðurhafsbúa or úr jurtaríkinu; þó eta
þeir og ýmislegt kjötkyns, t. d. íiska, svínakjöt og
hunda, sumstaðar mýs, eðlur og höggorma. Mat-
reiðsla var víða mjög fullkoinin; á Tonga-tabú
kunnu menn að gera 30—40 rjetti matar. það var
víðast hvar venja, að steikja kjöt á þann liátt, sem
nú skal greina. Fyrst er grafin gryfja og í henni
kynntur eldur, og á hann látnir smáir hnullungar.
þegar steinarnir voru orðnir glóandi Jieitir, var eld-
ur og aska tokin á braut, en steinarnir látnir verða
eptir; síðan voru stór blöð látin ofan á þá; því
næst kjötið, sem steikja átti, með ýmsu káli og
kryddjurtum ; síðan nýtt lag af blöðum og svo tyrft
yfir. Eptir nokkra stund er kjötið orðið steikt og
gagnsoðið, og svo ljúffengt, að Európumenn, sem
smakkað hafa, þykjast eigi nógsamlega geta dázt
að því. A einni klukkustundu má steikja heilt svín
á þennan hátt. þegar Európumenn seinast á 18.
öld fóru að rannsaka Suðurhafseyjar, voru íbúarnir
víða mannætur; og þó þeir væru sumir búnir að
leggja það niður, þá sást það þó á ýmsum helgi-
siðum, að svo hafði áður verið. þegar Európu-