Iðunn - 01.01.1886, Blaðsíða 202
196 þorvaldur Thoroddscn:
að fara á stað, sem kallaður var Pó (nótt.myrkur),
og láta þar fyrir berast um alla eilífð, án þess að
finna til sorgar eða gleði. Aður en sálirnar koma
á þessa samastaði, dæma guðirnir þær, og ef þær
eru sekar, skafa guðirnir hvað eptir annað allt liold
af beinunum með skeljabrotum. Af þessu sjest,
hve líkamlega skoðun þeir hafa haft á sálinni.
þess var áður getið, að Polynesíar væru uá-
skyldir Malajum, er bria á Malakkaskaga og Ind-
landseyjum, og fiest virðist benda til þess, að þjóð-
flokkarnir á Suðurhafseyjum hafi uppruna sinn frá
Indlandseyjum, og hafi svo tvístrazt og flækzt út
um allar þær eyjar, sem þeir nú byggja; en við
þennan flæking allau hafa málin og siðirnir tekið
töluverðum brejtingum, og þó má sjá, hve allt er
náskylt því, sem verið hefir hjá Malajum. Tabú-
siðurinn t. d., sem nú er svo einkennilegur fyrir Po-
lynesía, hefir að öllum líkindum fyrrum verið hjá
Malajum öllum, því enn hefir hann haldizt á Timor
og sumstaðar á Borneó.
Furðulegt mætti það virðast í fljótu bragði, hvern-
ig þjóðflokkarnir hafa getað dreifzt út um svo
margar fjarlægar eyjar í stóru hafi; en þegar þess
er gætt, hve ágætir sjómenn Polynesíar eru, og hve
skip þeirra eru góð, verður það skiljanlegra. f>eg-
ar Európumenn komu fyrst til eyjanna, tóku þeir
víða eptir því, hve fróðir eyjarskeggjar voru um
landaskipun, og að þeir þekktu til eyjabálka, sem
voru mörg hundruð mílur frá ættstöðvum þeirra;
þetta hlaut að vera því að þakka, að þeir höfðu
haft samgöngur við fjarlæg lönd. þegar Cook kom
til Tahiti á fyrstu ferð sinni (1769—71), fjekk